Tottenham vann og Jói Berg lagði upp mark

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Kane náði ekki að skora í dag
Harry Kane náði ekki að skora í dag Vísir/Getty
Tottenham vann 1-0 sigur á Bournemouth í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Christian Eriksen skoraði sigurmarkið á 47. mínútu, en Harry Kane, sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu, náði ekki að skora fyrir Tottenham.

Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp jöfnunarmark Burnley gegn West Ham. Jóhann Berg hafði byrjað leikinn á bekknum en kom inn á í byrjun seinni hálfleiks.

Hann lagði upp mark Chris Wood á 85. mínútu, en Michail Antonio hafði komið gestunum yfir á 19. mínútu.

West Ham var manni færri bróðurpart leiksins, en Andy Carroll fékk tvö gul spjöld á stuttum tíma þegar aðeins um hálftími var liðinn af leiknum.

Tammy Abraham sá um að skora mörkin fyrir Swansea sem sigraði nýliða Huddersfield 2-0 á heimavelli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira