Palace skoraði fyrstu mörk sín og lagði Englandsmeistarana

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zaha skoraði sigurmark Palace í dag
Zaha skoraði sigurmark Palace í dag vísir/getty
Crystal Palace tókst ekki aðeins að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu, heldur unnu þeir einnig sinn fyrsta leik í dag.

Það var enginn smá andstæðingur sem þeir lögðu að velli, en Englandsmeistarar Chelsea voru í heimsókn á Selhurst Park.

Það ríkti heppnisstimpill yfir fyrsta marki Palace, en David Luiz fékk boltann í sig í teignum, hann hrökk fyrir Yohan Cabaye sem náði að pota honum í markið.

Chelsea voru ekki lengi að jafna þegar Palace sofnaði á verðinum eftir hornspyrnu og Tiemoue Bakayoko skallaði boltann í markið.

Palace endaði svo hálfleikinn frábærlega þegar Mamadou Sakho gerir vel í að komast í gegnum vörn Chelsea. Hann sendi svo boltann inn á Wilfried Zaha í hlaupinu sem skilaði boltanum í netið.

Eftir sjö leiki án marks komu tvö mörk á 45 mínútum frá Crystal Palace.

Palace er samt enn á botni deildarinnar. Chelsea missti mikilvæg stig í toppbaráttunni og er nú níu stigum á eftir toppliði Manchester City.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira