Fótbolti

Arena hættur með bandaríska landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bruce Arena.
Bruce Arena. vísir/getty
Bruce Arena lét í dag af starfi sem þjálfara bandaríska karlalandsliðsins þar sem honum mistókst að koma liðinu á HM í fyrsta skipti síðan 1986.

Bandaríkin töpuðu, 2-1, gegn Trinidad & Tobago á þriðjudag og misstu þar með af HM-sætinu. Gríðarleg vonbrigði fyrir Bandaríkjamenn.

„Við kláruðum ekki verkefnið og ég verð að axla ábyrgð,“ sagði hinn 66 ára gamli Arena sem var að klára sitt annað skeið með bandaríska liðið. Hann fór með liðið á HM árið 2002.

Arena yfirgaf LA Galaxy til þess að taka við bandaríska liðinu af Jürgen Klinsmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×