Enski boltinn

Pochettino hefur ekki áhyggjur af Alli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dele Alli í leik Tottenham og Chelsea á Wembley.
Dele Alli í leik Tottenham og Chelsea á Wembley. vísir/getty
Dele Alli hefur ekki staðið undir væntingum í liði Tottenham það sem af er tímabilinu, en Mauricio Pochettino hefur ekki áhyggjur af framherjanum.

Alli fékk eins leiks landsleikjabann frá FIFA fyrir að veifa löngutöng í leik með enska landsliðinu. Þá er hann einnig í banni frá Meistaradeild Evrópu.

„Það er satt að þetta er erfiður tími fyrir hann. Hann getur ekki spilað í Meistaradeildinni og fékk bann með landsliðinu. Þetta er óstöðugur tími fyrir hann,“ sagði Pochettion, en Tottenham fær Bournemouth í heimsókn á Wembley í dag.

„Ég hef engar áhyggjur. Hann er 21. árs. Hann er þroskaður. Hann er að bæta sig mikið. Hann er sérstakur leikmaður. Persónuleiki hans gerir hann að sérstökum leikmanni. Hann þarf bara tíma til þess að komast aftur í form.“

Fjölmiðlar á Englandi greina frá því að Alli vilji fá launahækkun hjá Tottenham. Hann fær í dag 50 þúsund pund á viku, en er sagður vilja hækkun upp í 160 þúsund pund, eða litlar 22 milljónir íslenskra króna, í vikulaun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×