Fótbolti

Lazio fyrst ítalskra liða í tvö ár til að vinna Juventus á útivelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Paulo Dybala fékk dauðafæri til að jafna metin af vítapunktinum en brenndi af.
Paulo Dybala fékk dauðafæri til að jafna metin af vítapunktinum en brenndi af. Vísir/Getty
Lazio sótti sigur til Tórínó þar sem þeir unnu 2-1 sigur gegn ítölsku meisturunum í Juventus í ítölsku deildinni í dag.

Var þetta fyrsta tap Juventus í ítölsku deildinni á heimavelli frá 23. ágúst árið 2015 eða í rétt rúmlega tvö ár.

Douglas Costa kom heimamönnum yfir um miðbik fyrri hálfleiks og leiddi Juventus í hálfleik 1-0. Tvö mörk frá Ciro Immobile í upphafi seinni hálfleiks þýddi að Juventus var skyndilega undir á ógnarsterkum heimavelli sínum.

Ítölsku meistararnir fengu tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma þegar vítaspyrna var dæmd á Lazio en myndbandsdómgæsla varð til þess að vítaspyrnan var dæmd.

Á punktinn steig Argentínumaðurinn Pablo Dybala en honum brást bogalistin á 97. mínútu leiksins.

Stuttu síðar var flautað til leiksloka en þetta þýðir að Napoli nær tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar og getur bætt við það þegar þeir mæta Roma í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×