Fótbolti

Verona að safna íslenskum knattspyrnukonum | Arna Sif í fótspor Berglindar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir. Mynd/Heimasíða Verona
Íslenski miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur gert samning við ítalska úrvalsdeildarliðið Verona og verður því liðsfélagi Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur á þessu tímabili.

Ítalska félagið segir frá liðstyrknum á heimasíðu sinni í kvöld en Arna Sif var búin að vera úti á Ítalíu í nokkra daga.

Berglind Björg fór til Verona fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna en nú hefur Arna Sif einnig gert samning við liðið.

Arna Sif er frá Akureyri en hefur leikið með Val síðan að hún kom heim úr atvinnumennsku frá Svíþjóð.

„Ég ákvað að koma til Ítalíu af því að ég tel að liðið eigi góða möguleika á að berjast um titilinn og svo var þetta tækifæri til að kynnast öðruvísi fótbolta og upplifa aðra menningu en ég er vön. Fyrstu dagarnir í Verona hafa verið mjög góðir og ég er mjög ánægð,“ sagði Arna Sif í viðtali á heimasíðu Verona.

„Berglind hefur talað mjög vel um borgina og liðið og ráðlagði mér að taka þessu tilboði. Ég tel að ég geti með þessu tekið bæði skref fram á við sem leikmaður og sem manneskja,“ sagði Arna Sif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×