Enski boltinn

Hughes: Guardiola myndi nota miðjumann í markinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er hrifinn af miðjumönnum. Jafnvel svo hrifinn að hann myndi nota slíkan í markinu að mati Mark Hughes, stjóra Stoke City.

Undanfarið hefur Guardiola spilað miðjumanninum Fabian Delph í vinstri bakverði. Hughes ætlaði að kaupa Stoke í sumar, en þá hefði hann notað leimanninn á miðjunni, ekki í varnarhlutverki.

„Ég held að Pep dýrki miðjumenn. Hann væri kannski með miðjumann í markinu ef hann gæti,“ sagði Huges.

„Hann vill hafa þá alls staðar á vellinum.“

Manchester City er á toppi ensku deildarinnar, en þeir fara í heimsókn til Stoke í dag. Leikur liðanna hefst klukkan 14:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×