Enski boltinn

Klopp: Ég er rétti maðurinn fyrir Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klopp heitur á bekknum.
Klopp heitur á bekknum. vísir/getty
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki í nokkrum vafa um að hann sé rétti maðurinn til þess að stýra liði félagsins.

Klopp segir að liðið hafi tekið framförum undir sinni stjórn þó svo tölfræðin styðji það ekki endilega. Það eru rétt rúm tvö ár síðan Klopp tók við liðinu en hann hefur ekki skilað neinum bikar í hús.

„Ef Liverpool myndi reka mig núna þá tel ég að það séu ekki margir stjórar þarna úti sem gætu gert betur en ég,“ sagði Klopp.

„Ég er ekki að segja að ég sé fullkominn en það er erfitt að finna betri mann fyrir liðið. Ég tel að 98 prósent stuðningsmanna séu sammála mér í því að við séum á réttri leið með liðið. Við munum ná árangri. Það er svoleiðis,“ sagði Klopp.

Hann fær alvöru próf á morgun er Man. Utd kemur í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×