Ronaldo hetjan í þriðja sigri Real í röð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Mark Cristiano Ronaldo á 85. mínútu reyndist vera sigurmarkið í 2-1 sigri Real Madrid gegn Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni en leiknum lauk rétt í þessu.

Var þetta þriðji sigur spænsku meistaranna í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum en Real er að finna taktinn á ný eftir dapra frammistöðu í upphafi tímabils.

Karim Benzema kom gestunum yfir í úthverfi Madrídar-borgar undir lok fyrri hálfleiks og leiddu Real-menn í hálfleik.

Jorge Molina náði að jafna metin í upphafi seinni hálfleiks en það var portúgalska stórstjarnan Ronaldo sem bjargaði liðsfélögum sínum í dag.

Madrídingar minnkuðu bilið á Barcelona niður í fjögur stig með sigrinum en Börsungar geta náð sjö stiga forskoti á ný seinna í dag þegar þeir mæta Atletico Madrid.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira