De Gea tryggði United toppsætið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Spánverjinn de Gea er talinn einn af betri markvörðum heims.
Spánverjinn de Gea er talinn einn af betri markvörðum heims. Vísir/Getty
Manchester United fór á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Liverpool á Anfield í dag.

David de Gea varði meistaralega frá Joel Matip í fyrri hálfleik og Emre Can fór illa með dauðafæri, en Liverpool stjórnaði leiknum í seinni hálfleik.

Þetta er í fyrsta skipti í sögu þessara liða sem að leikir liðanna á Anfield fara 0-0 tvö ár í röð.

Manchester United hefur enn ekki tapað leik í úrvalsdeildinni á tímabilinu en þetta var fjórða jafntefli Liverpool í átta leikjum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira