Enski boltinn

Könnun BBC: Aðeins tveir Liverpool leikmenn kæmust í úrvalslið Liverpool og Man United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett/Getty
Liverpool tekur á móti erkifjendum sínum í Manchester United í hádeginum á morgun í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Að því tilefni gerði BBC skoðanakönnun meðal lesanda sinna um hvernig sameiginlegt úrvalslið liðanna liti út.

Það er óhætt að segja að leikmenn Manchester United hafi komið miklu betur í þessari skoðunarkönnun en alls tóku 80 þúsund manns þátt í henni.

Einu Liverpool-mennirnir í úrvalsliði LFC og MU eru stórstjörnurnar Philippe Coutinho og Sadio Mane sem eru á sitthvorum kantinum.

Ekki kemur það reyndar mikið á óvart að enginn Liverpool-maður sé í vörninni enda varnarleikurinn hjá Liverpool mikið vandamál. Markvörður Manchester United, David de Gea, fékk meira að segja 96,5 prósent atkvæða.

Manchester United á líka báða miðjumennina, Nemanja Matic og Paul Pogba, sem og báða framherjana, Romelu Lukaku og Marcus Rashford. Það er ekkert pláss fyrir Liverpool-manninn Mohamed Salah í framlínunni þrátt fyrir að Egyptinn hafi spilað mjög vel á sínu fyrsta tímabili á Anfield.

Það vekur líka athygli að Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, komst varla á blað í þessari könnun en hann er ekki meðal þeirra sem voru næstir því að komast inn á miðjuna í liðinu.



Úrvalslið Manchester United og Liverpool að mati lesenda heimasíðu BBC:

Markvörður: David de Gea, Manchester United

Hægri bakvörður: Antonio Valencia, Manchester United

Miðvörður: Eric Bailly, Manchester United

Miðvörður: Phil Jones, Manchester United

Vinstri bakvörður: Luke Shaw, Manchester United

Hægri kantmaður: Sadio Mane, Liverpool

Miðjumaður: Nemanja Matic, Manchester United

Miðjumaður: Paul Pogba, Manchester United

Vinstri kantmaður: Philippe Coutinho, Liverpool

Framherji: Marcus Rashford, Manchester United

Framherji: Romelu Lukaku, Manchester United



Næstir inn í vörnina: Daley Blind, Ashley Young og James Milner.

Næstir inn á miðjuna: Henrikh Mkhitaryan og Adam Lallana.

Næstir inn í sóknina:  Zlatan Ibrahimovic, Roberto Firmino og Anthony Martial.



Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 11.30 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×