Enski boltinn

Upphitun: Gylfi heimsækir nýliðana │ Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur til Englands og fer hann með félögum sínum í Everton niður á suðurströndina og heimsækir nýliða Brighton.

Everton hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er tímabilinu, en liðið hefur aðeins unnið tvo leiki í deildinni og er í 16. sæti.

Nýliðarnir eru með jafn mörg stig og Everton, en sitja í 14. sætinu á markatölu.

Seinni leikur dagsins er svo viðureign Southampton og Newcastle.

Rafael Benitez situr með lærisveina sína í níunda sæti deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Southampton í því tólfta.

Báðir eru leikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Brighton og Everton hefst 12:20 og strax að honum loknum hefst leikur Southampton og Newcastle. Messan verður svo á sínum stað klukkan 17:00 þar sem áttunda umferðin verður gerð upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×