Enski boltinn

Aron Einar og Hörður Björgvin fengu stysta fríið af öllum í landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson fagnar sæti á HM.
Aron Einar Gunnarsson fagnar sæti á HM. Vísir/Ernir
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og landsliðsbakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon fengu stysta fríið af öllum leikmönnum íslenska landsliðsins sem tryggði sig inn á heimsmeistaramótið í Rússlandi á mánudagskvöldið.

Lið þeirra Arons Einars og Harðar Björgvins verða í eldlínunni í ensku b-deildinni í kvöld. Þa

Aron Einar og félagar í Cardiff City heimsækja Birmingham City en Hörður Björgvin og félagar í Bristol City taka á móti Burton Albion. Það verður hægt að sjá leik Birmingham City og Cardiff City í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, refsi Aroni Einari eitthvað fyrir að taka áhættuna á að spila báða leiki íslenska landsliðsins í undankeppni HM.

Sjá einnig:Segir KSÍ eiga að borga laun Arons ef hann meiðist enn frekar í landsleikjunum

Aron Einar mætti meiddur til móts við íslenska landsliðið og Neil Warnock var með hótanir um það að íslenski landsliðsfyrirliðinn ætti ekki að geta spilað leikina vegna þessara meiðsla.



Enginn efast um mikilvægi Arons Einars fyrir íslenska landsliðið og hann sýndi það líka með því að leiða liðið til sigurs í þessum leikjum við Tyrkland og Kósóvó. Hann komst líka í gegnum báða leikina en var tekin af velli í öryggisskyni þegar sigurinn var í höfn í báðum þessum leikjum.

Í kvöld kemur síðan í ljós hvort Aron Einar verði í byrjunarliði Cardiff City eða kannski kominn út í kuldann hjá Neil Warnock. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður eins og áður sagði í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.



X


Tengdar fréttir

Aron Einar: Orð fá þessu ekki lýst

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að orð fái þessu ekki lýst að liðið sé búið að tryggja sig inn á HM. Hann segir að fögnuðurinn hafi verið meiri nú en þegar liðið tryggði sig á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×