Enski boltinn

Merino samdi til fimm ára við Newcastle

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Merino eftir undirskriftina í dag.
Merino eftir undirskriftina í dag. vísir/getty
Spænski miðjumaðurinn Mikel Merino er ekki lengur lánsmaður hjá Newcastle því félagið er búið að festa kaup á honum.

Merino kom til félagsins í sumar er félagið fékk hann að láni frá þýska félaginu Dortmund. Leikmaðurinn hefur heillað svo mikið að Newcastle hefur nýtt sér klásúlu í samningnum sem gerir félaginu kleift að kaupa leikmanninn.

Þessi 21 árs gamli strákur er þar af leiðandi orðinn samningsbundinn enska félaginu til ársins 2022.

„Ég er mjög ánægður að þessi mál séu í höfn. Ég hlakka mikið til fimm ára hérna,“ sagði Merino sem spilar með spænska U-21 árs liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×