Fótbolti

Toure býðst til þess að hjálpa Rússum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Toure er mikill baráttumaður.
Toure er mikill baráttumaður. vísir/getty
Yaya Toure, miðjumaður Man. City, hefur miklar áhyggjur af því að kynþáttaníð og mismunun í garð minnihlutahópa verði í aðalhlutverki á HM í Rússlandi næsta sumar.

Hinn 34 ára gamli Toure varð sjálfur fyrir kynþáttaníði í Rússlandi er hann spilaði þar gegn CSKA Moskvu í Meistaradeildinni árið 2013.

Toure hefur fengið nóg af því fólk tali bara og geri ekkert. Hann vill því hjálpa til.

„Við verðum að fara að sjá einhverjar breytingar því það er mikið talað en ekkert gert. Ef kynþáttaníð verður í brennidepli þá verður þetta mót ekki gott,“ sagði Toure.

„Ég vona að Rússar komi öllum á óvart og komi í veg fyrir alla slíka hegðun. Ég vil koma þeim skilaboðum til FIFA og rússneskra yfirvalda að ég er til í að hjálpa ef þeir vilja aðstoð mína í þessum málum. Ég nenni ekki að hlusta á endalaust tal og engar aðgerðir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×