City rúllaði yfir Stoke

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne. Vísir/Getty
Manchester City völtuðu yfir Stoke 7-2 í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Mörk frá Gabriel Jesus, Raheem Sterling og David Silva komu City í 3-0 á fyrsta hálftíma leiksins.

Mame Biram Diouf gerði leikinn spennandi í smá stund með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn, þó það seinna sé skrifað sem sjálfsmark Kyle Walker, en þá settu City-menn bara í næsta gír og kláruðu leikinn.

City endurheimti því toppsæti deildarinnar af grönnum sínum í Manchester United, en liðið hefur skorað 29 mörk í fyrstu átta leikjum deildarinnar, eða 3,6 mörk að meðaltali í leik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira