Íslenski boltinn

Ólafur: Auðvelt að segja já þegar tækifæri býðst hjá FH

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Það var ekki erfitt að svara félagi af þessari stærðargráðu sem líka stendur mér nærri,“ sagði Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari FH, í samtali við Arnar Björnsson stuttu eftir að ráðning Ólafs var kynnt á blaðamannafundi í Kaplakrika í dag.

„Ég var hérna síðast fyrir 22. árum og er búinn að fara á flakk síðan þá, bæði sem leikmaður og þjálfari en þegar ég heyrði af áhuga þeirra þá var það tiltölulega auðveld að gefa þeim jákvætt svar.“

Ólafur hefur undanfarin ár þjálfað í Danmörku, fyrst Nordsjaelland og síðar Randers en hann hætti hjá síðarnefnda félaginu á dögunum.

„Það freistaði vissulega og það voru möguleikar á því að halda áfram að reyna fyrir sér úti en það eru hlutir sem maður þarf að vega og meta. Við eigum fjölskyldu hér heima sem okkur langaði að vera nær,“ sagði Ólafur og bætti við:

„Svo upplifði maður það að áhrifin sem þjálfari erlendis eru ekki þau sömu og hér heima. Það höfðaði til mín að halda áfram með það góða verk sem Heimir og þar áður, Óli Jó, höfðu unnið, og reyna að halda áfram þessari vegferð sem þeir hafa unnið að.“

Viðtalið má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×