Bónus-deild karla

Fréttamynd

Frum­sýna skemmti­legan gæða­leik­mann í Breið­holti

Þráðurinn verður tekinn upp að nýju í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld þegar fjórir leikir fara fram. Álftnesingar frumsýna þá nýjan leikmann sem leikið hefur yfir áttatíu landsleiki fyrir sterkt lið Georgíu, hefur farið á stórmót og leikið nokkur tímabil í efstu deild á Spáni.

Körfubolti
Fréttamynd

Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana

Ármenningar tefla á morgun fram nýjum, bandarískum leikmanni þegar þeir mæta Þór Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta. Eftirvænting ríkir í félaginu og ljóst að miklar vonir eru bundnar við leikmanninn.

Körfubolti
Fréttamynd

Böngsum mun rigna á Króknum á föstu­daginn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að leikur liðsins við ÍA í Bónus-deild karla í körfubolta á föstudaginn verði styrktarleikur fyrir Einstök börn. Allir sem mæta með bangsa eða kaupa bangsa á staðnum fá frítt á leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni

Tindastólsmenn voru í dauðafæri til að vinna toppslaginn á móti Grindavík í áttundu umferð Bónusdeildar karla í körfubolta en útkoman var allt önnur en menn bjuggust við. Grindvíkingar, án tveggja byrjunarliðsmanna, sundurspiluðu Stólana og Bónus Körfuboltakvöld henti í einn góðan samanburð eftir að hafa orðið vitni að lélegasta leik Tindastólsliðsins í langan tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn

„Það er alltaf gaman að spila svona mikilvæga leiki innan tímabilsins. Þeir eru búnir að vinna fyrstu sjö en við sex og tapað einum. Það er gaman að spila um fyrsta sætið,“ segir Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, sem sækir Grindavík heim í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu

Körfuknattleiksmanninum Kristófer Acox er fátt óviðkomandi þegar kemur að íþróttafélaginu Val. Hann sendi knattspyrnudeildinni væna sneið í athugasemd við færslu á Facebook þegar nokkrir leikmenn kvennaliðs Vals í fótbolta voru kvaddir.

Fótbolti