Bónus-deild karla

Fréttamynd

Bene­dikt hættur með Tinda­stól

Benedikt Rúnar Guðmundsson og Tindastóll hafa ákveðið að fara í sitthvora áttina. Hann stýrði liðinu til úrslita á nýafstaðinni leiktíð en þar máttu Stólarnir þola tap gegn Stjörnunni í hörkurimmu.

Körfubolti
Fréttamynd

Eru klár­lega með gæði til að spila í efstu deild Þýska­lands

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, getur ekki sagt til um það á þessum tímapunkti hvort lykilleikmenn Íslandsmeistaraliðsins, Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson verði á mála hjá liðinu á næsta tímabili. Þeir séu báðir með gæði til að spila í sterkri deild úti í heimi, til að mynda efstu deild Þýskalands.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnur fyrir miklum létti: „Al­gjört and­legt rugl“

Baldur Þór Ragnars­son, þjálfari nýkrýndra Ís­lands­meistara Stjörnunnar í körfu­bolta, finnur nú fyrir létti þegar að titillinn sem hann hefur elt svo lengi er í höfn og að baki „al­gjört and­legt rugl“ í úr­slita­keppni deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Utan vallar: Í reykjar­mekki alsælunnar

Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins.

Körfubolti
Fréttamynd

„Kemur væntan­lega risa­stórt tóma­rúm“

„Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“

Körfubolti
Fréttamynd

„Körfuboltaguðirnir voru búnir að á­kveða“

Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara.

Körfubolti
Fréttamynd

Ægir valinn verð­mætastur

Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq segist hundrað prósent

Shaquille Rombley, miðherji Stjörnunnar, sést hita upp með liðinu í aðdraganda oddaleiksins og er skráður á leikskýrsluna í leiknum gegn Tindastóli sem fer fram í Síkinu í kvöld. Hann staðfesti í viðtalið við Andra Má Eggertsson að hann væri klár í slaginn í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

Sam­félagið á Sauð­ár­króki ekki í vinnu­hæfu á­standi

Spennuþrungið andrúms­loft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úr­slitin í Bónus deildinni í körfu­bolta ráðast þar í kvöld í odda­leik úr­slita­ein­vígis Tindastóls og Stjörnunnar. For­maður körfu­knatt­leiks­deildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnu­hæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryllt eftir­spurn eftir miðum

Það er ljóst að margfalt færri komast að en vilja, á oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla í körfubolta annað kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fal­legasta sam­band sem hægt er að mynda“

„Ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður og lykilmaður Stjörnunnar í körfubolta, eftir sigurinn sem færði liðinu oddaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta miðvikudag.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við máttum ekki gefast upp“

Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“

Hilmar Smári Henningsson var ósáttur með sína frammistöðu í seinni hálfleik í síðasta leik og segir Stjörnuna hafa átt skilið tap gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla. Hann settist niður með Stefáni Árna Pálssyni og ræddi fjórða leik liðanna sem er framundan í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Daníel tekur við KR

Daníel Andri Halldórsson, fyrrverandi þjálfari Þórs á Akureyri, var í dag kynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta. Hann mun því stýra liðinu í efstu deild á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

„Menn vissu bara upp á sig sökina“

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega ánægður með sigur í hörkuleik gegn Stjörnunni í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan var kjöldregin í leik tvö og var þjálfarinn sáttur með hvernig sínir menn svöruðu.

Körfubolti