
Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana
Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn.

Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp
Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott.

Tugir mótmælenda handteknir í Minnesota
Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í Brooklyn Center í Bandaríkjunum í nótt. Mikil reiði er á meðal borgarbúa eftir að lögregla skaut tvítugan svartan karlmann til bana á sunnudag.

Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“
Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu.

Eldfimt ástand í Minnesota
Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana.

Brestir í „bláa veggnum“
„Að leggja hann í jörðina, með andlitið niður og setja hnéð á hálsinn á honum í þetta langan tíma er algjörlega óréttlætanlegt,“ sagði einn lögreglumaður. „Þetta er ekki það sem við æfum,“ sagði annar.

Átök brutust út eftir að lögregla skaut svartan mann til bana
Til átaka kom í úthverfi bandarísku borgarinnar Minneapolis í gærkvöldi eftir að lögreglumenn skutu ungan svartan mann til bana eftir að þeir höfðu stöðvað för hans.

Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök
Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag.

Ritstjóri Jama sendur í tímabundið leyfi vegna hlaðvarpshneykslis
Howard Bauchner, ritstjóri Journal of the American Medical Association, er kominn í tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram á ummælum sem aðstoðarritstjórinn Ed Livingston lét falla í hlaðvarpsþætti í febrúar.

Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992.

Hættur að krjúpa og segir það lítillækkandi
Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, mun ekki krjúpa á kné eins og aðrir leikmenn deildarinnar er hann snýr aftur úr meiðslum. Hann sér ekki tilganginn og segir það lítillækkandi.

Handjárnuðu níu ára stúlku og sprautuðu á hana piparúða
Lögreglan í Rochesterborg í New York-ríki birti í gær upptökur úr búkmyndavél eins lögreglumanna sinna, þar sem lögreglumenn sjást handjárna níu ára stúlku og beita á hana piparúða.

Mótmæla vegna dauða manns sem lést í haldi lögreglu
Hundruð mótmæltu í Brussel í gær vegna dauða 23 ára gamals manns, sem lést í haldi lögreglu um síðustu helgi. Mótmælendur kveiktu meðal annars í lögreglustöð og réðust að bíl Filippusar konungs.

Lögregla birtir upptökur af „tæklingunni“
Yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglu í New York hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna árás hvítrar konu á svartan unglingspilt. Konan réðst á drenginn eftir að hafa sakað hann ranglega um að stela síma hennar. Málið vakti mikla reiði vestanhafs.

Gefa út yfirlit yfir breska fjárfesta í verslun með þræla
Breskir fræðamenn hafa fengið styrk frá breskum stjórnvöldum til að gefa út rit þar sem safnað verður saman upplýsingum um alla Breta sem fjárfestu í verslun með þræla á árunum 1640 til 1807.

Allsherjar útgöngubann í Fíladelfíu í nótt
Íbúum bandarísku stórborgarinnar Fíladelfíu var öllum með tölu bannað að fara út fyrir hússins dyr í gærkvöldi og í nótt.

Átök milli lögreglu og mótmælenda á götum Fíladelfíu
Enn hefur risið upp mótmælaalda gegn lögreglunni í Bandaríkjunum, nú í borginni Fíladelfíu þar sem Walter Wallace, 27 ára þeldökkur maður, lést af skotsárum á mánudag.

Áfram mótmælt í Louisville
Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð.

Uncle Ben‘s breytir um nafn
Bandaríski matvælaframleiðandinn Mars, Inc. hyggst skipta um nafn á einu þekktasta vörumerki fyrirtækisins, Uncle Ben‘s.

Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara
Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda.