Listahátíð í Reykjavík

Fréttamynd

Pantaði mat á veitinga­stað og gat ekki borgað

Karlmaður pantaði mat á veitingastað í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöldi en þegar rukka átti manninn gat hann ekki borgað fyrir veitingarnar. Lögregla var kölluð á staðinn og leysti úr málinu.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynning Helga Tómassonar vekur athygli í listaheiminum

Einn kunnasti listamaður Íslendinga, Helgi Tómasson, tilkynnti í gær að hann hygðist láta af störfum á næsta ári sem listrænn stjórnandi og aðaldanshöfundur San Francisco-ballettsins. Helgi, sem orðinn er 78 ára gamall, tók við stjórn ballettflokksins fyrir 35 árum eftir farsælan feril sem ballettdansari þar sem hann skapaði sér nafn sem einn besti karldansari heims.

Menning
Fréttamynd

Tillaga um sex borgarhátíðir

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur til við borgarráð að Myrkir músíkdagar og Reykjavík Dance Festival bætist í hóp borgarhátíða 2020-2022.

Innlent
Fréttamynd

Ég var aldrei efni í bónda

Í verkum Hreins Friðfinnssonar myndlistarmanns sem til sýnis eru í Listasafni ASÍ leikur hann sér með ljós og spegla. Loftsteinar koma líka við sögu. Dalamaðurinn og heimsborgarinn Hreinn svarar símanum í Amsterdam í Hollandi.

Menning
Fréttamynd

Um leið og ég tók upp blýantinn kom nostalgían

Sýning Gabríelu Friðriksdóttur Innra líf heysátu í Gallery GAMMA við Garðastræti í Reykjavík teygir sig úr kaffistofu á efri hæð um neðri sal og út í garð. Þar eru teikningar, teiknimyndir, skúlptúrar – og hey.

Menning
Fréttamynd

Við erum í stöðugri leit að frelsi

Terri Lyne Carrington á að baki glæsilegan feril í heimi djassins. Hún er alin upp í heimi djassins, hefur spilað með mörgum af stærstu nöfnunum á síðustu öld og unnið til þrennra Grammy-verðlauna. En á sunnudagskvöldið spilar hún í Hörpu.

Menning
Fréttamynd

Allar að túlka Gerði Gymisdóttur

Nýtt tónleikhúsverk eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur sem byggt er á Blóðhófni, ljóðabálki Gerðar Kristnýjar, verður flutt í kvöld í Tjarnarbíói. Það er liður í dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík.

Menning
Fréttamynd

Barokktónlist með ferskri framsetningu

Hin kröftuga kantata La Lucrezia eftir Händel er þungamiðja tónleika sem nýstofnaður barokkhópur, Symphonia Angelica, verður með í Guðríðarkirkju í Grafarholti á morgun.

Menning
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.