Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

„Þetta er ó­þarfa tjón“

Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Vega­gerð yfir hraunið er lokið

Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Flúðu heimilið með fimm daga gamalt barn

Ung hjón af Suðurnesjum flúðu heimili sitt á dögunum með tvö ung börn, þar af annað fimm daga gamalt. Þau eru á leið í sumarbústað sem þau fengu lánaðan hjá ókunnugri konu, en vita ekki hvenær þau geta snúið aftur heim. 

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosinu lokið

Veðurstofan hefur lýst því yfir að eldgosinu sem hófst við Sundhnúksgíg morguninn áttunda febrúar sé lokið.

Innlent
Fréttamynd

Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða

Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 

Innlent
Fréttamynd

Bjóðast til að kaupa hús­næði Grind­víkinga

Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt.

Innlent
Fréttamynd

Engin merki um gos­virkni

Engin gosvirkni sást á gossvæðinu á Reykjanesi í drónaflugi á vegum sérsveitarinnar sem flaug yfir svæðið fyrir skömmu. Þetta bendir til þess að gosinu sé að ljúka.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með heitu vatni í hús á sunnu­dag

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir vinnu ganga vel við að tengja Njarðvíkurlögnina, heitavatnslögnina sem skemmdist þegar hraun rann yfir hana nærri Svartsengi í gær. Reiknað er með því að vatni verði hleypt á kerfið á miðnætti. Tvo sólarhringa tekur að ná fullum þrýstingi á kerfið.

Innlent
Fréttamynd

Allar líkur á að gosið sé í andar­slitrunum

„Það virðist vera sem svo að þetta sé nú eiginlega bara dottið niður. Við höfum ekki séð neina kvikustrókavirkni síðan á milli 8 og 9 í morgun,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Blásarar halda hita í far­þegum en nokkrum klósettum lokað

Búið er að loka nokkrum klósettkjörnum í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar sem kom upp í kaldavatnslögn. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum sé von á því að vatn komist aftur á um hádegisbil.

Innlent
Fréttamynd

Hafi unnið þrek­virki í nótt

Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Eld­gosið í andar­slitrunum

Eldgosið sem braust út í Sundhnúksgígaröðinni í gærmorgun virðist í andarslitrunum. Íbúar á Suðurnesjum verða að líkindum án heits vatns í húsum til sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“

Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vildi spila í Kefla­vík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“

Viðar Örn Haf­­steins­­son, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfu­­bolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Kefla­­vík færðan til Reykja­víkur eða spilaðan í Kefla­­vík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykja­­vík í morgun en nokkrum klukku­­stundum síðar var leiknum frestað um ó­­á­­kveðinn tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Tals­vert dregið úr gosinu

Talsvert hefur dregið úr eldgosinu á Reykjanesskaga. Um eitt í dag afmarkaðist virknin við norður og suðurenda gossprungunnar.

Innlent