Bólusetningar

Fréttamynd

„Við veljum alltaf að bólu­setja börnin til þess að verja þau“

Barnasmitsjúkdómalæknir segir bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni snúast um að verja börnin en ekki að stoppa smitið úti í samfélaginu. Átta börn hafi þegar lagst inn á sjúkrahús með veiruna hér á landi en ekkert þeirra hafi verið með undirliggjandi sjúkdóm.

Innlent
Fréttamynd

Bólusetningar barna ræddar í Pallborðinu

Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára við Covid-19 er hafin hér á landi og má reikna með að stór hluti barna á þessum aldri fá sprautu í næstu viku. Bólusetningarnar eru á vörum margra þessa dagana og foreldrar margir hverjir á báðum áttum með hvaða skref skuli stíga.

Innlent
Fréttamynd

Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana

Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni.

Innlent
Fréttamynd

Bólu­efnin hvorki til­rauna­lyf né með neyðar­leyfi

Ekkert þeirra bóluefna sem notuð hafa verið gegn COVID-19 hér á landi er með neyðarleyfi eða skilgreint sem tilraunalyf. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Lyfjastofnun sem segir að bóluefnunum hafi verið veitt fullgilt markaðsleyfi. Leyfið sé háð vel skilgreindum skilyrðum og teljist því skilyrt markaðsleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina

Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi

Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn setja heimsmet í greindum á sólarhring

Yfir milljón manns greindust með Covid-19 í Bandaríkjunum í gær en um er að ræða nýtt heimsmet í fjölda greininga sjúkdómsins á einum degi. Þá er þetta næstum tvöföldun á fyrra meti, sem féll í Bandaríkjunum fyrir fjórum dögum, þegar 590 þúsund manns greindust með kórónuveiruna.

Erlent
Fréttamynd

Láta ekki líflátshótanir stoppa sig

Franskir stjórnarþingmenn segja að líflátshótanir sem þeir hafi fengið muni ekki stöðva áform um að framvísa þurfi bólusetningavottorði til að komast um borð í lestir eða inn á veitingastaði.

Erlent
Fréttamynd

Heimila örvunarskammt fyrir tólf til fimmtán ára

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimilað notkun á bóluefni Pfizer sem örvunarskammt fyrir börn á aldrinum tólf til fimmtán ára, og lækkað tímann sem þarf að líða frá annari bólusetningu til þeirra þeirra þriðju úr sex mánuðum í fimm.

Erlent
Fréttamynd

Ekki komið á hreint hvort bólu­sett verði í skólum

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist skilja þau sjónarmið sem búi að baki gagnrýni á fyrirætlanir um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í skólum sínum. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir breyttu fyrirkomulagi.

Innlent
Fréttamynd

Óbólu­setti fíllinn í her­berginu

Óbólusett fólk er aðalástæðan fyrir núverandi álagi á heilbrigðiskerfið, sem síðan leiðir til harkalegra smitvarna og tilheyrandi tekjutaps í mörgum atvinnugreinum. Að ekki sé talað um stórfellt rask í lífi tugþúsunda einstaklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Forystufólk flokkanna sagðist allt gera mistök

Forystufólk allra flokka viðurkenndi í Kryddsíldinni á Stöð 2 í gær að stjórnmálamenn gerðu mistök eins og annað fólk og ættu að gangast við þeim. Maður ársins að mati fréttastofunnar sagðist deila heiðrinum með fjölda samstarfsfólks.

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra

Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala kveðst nú hafa miklar áhyggjur af þeim hópi fólks sem ekki hefur látið bólusetja sig og starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra að endurskoða ákvörðun sína. Ef ekki tekst að ná fjölda smitaðra niður má gera ráð fyrir að 60 manns verði inniliggjandi á spítala, þar af fimmtán á gjörgæslu, þann 10. janúar.  

Innlent
Fréttamynd

Að vera eða ekki vera... fullbólusettur

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ en það þykir hafa bæði kosti og galla. Eins og stendur er talað um að menn séu fullbólusettir eftir tvo skammta en spurningin er hvort menn þurfa ekki að hafa fengið þrjá skammta til að geta raunverulega talist bólusettir að fullu.

Erlent
Fréttamynd

Willum segir foreldra ráða

Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar.

Innlent