Brynhildur Björnsdóttir

Fréttamynd

Bösl í hnasli og sýsl í rusli

Snjóa leysir, daga lengir, birta eykst. Undan snjónum gægjast fyrstu græðlingar vorsins, undursmáir og viðkvæmir krókusar, gult gras sem grænkar í rótina af gleði yfir fyrirheitum um sumar og sól. Og svo auðvitað allt ruslið.

Bakþankar
Fréttamynd

Góða mamma

Ég á tvær fullkomnar dætur og ég held að ég sé bara þokkalegasta mamma. Ég syng fyrir þær og hlæ með þeim, les og teikna, púsla og perla, snýti, skeini og skipti á bleyjum, plástra og mæli, hugga og hæli. Ég vanda mig. Og hef alla tíð gert, frá upphafi meðgangna og til dagsins í dag. Þess vegna ætlaði ég mér að sjálfsögðu að hafa þær á brjósti. Allar konur geta haft börnin sín á brjósti og það er það langbesta sem hægt er að gera fyrir börn. Sögðu heilbrigðisstarfsmenn og bækur og Netið og allir. Og ég trúði því.

Bakþankar
Fréttamynd

Sannleikurinn og frelsið

Fyrir tuttugu árum, 11. febrúar 1990, var Nelson Mandela látinn laus úr fangelsinu sem hann hafði gist í 27 ár. Foreldrar mínir voru á flugvellinum í Jóhannesarborg þennan dag og lýstu orkunni og gleðinni sem ólgaði allt um kring á strætum og torgum, en líka hvítum hermönnum sem víggirtu flugvöllinn, vopnaðir hríðskotarifflum og schäfer-hundum, birtingarmynd ótta og angistar hvíta minnihlutans sem öldum saman hafði haldið völdum í Suður-Afríku með því að berja, þvinga og kúga meirihluta landsmanna.

Bakþankar
Fréttamynd

Alltaf í boltanum

Ég geysist inn á leikskóla á slaginu hálffimm núll þrjú, parkera barnavagninum beint fyrir útgönguleiðinni, velti fyrir mér fjölda afa og amma í forstofunni á meðan ég hraðsigli inn á deild og man skyndilega að í dag var afa- og ömmukaffi. Sem ég var náttúrulega búin að steingleyma.

Bakþankar
Fréttamynd

Reykjavík Beirút

Ég elska flugelda. Mér finnst fátt hátíðlegra en að horfa á ljósblóm springa út í marglitri dýrð, eins og einhver bregði pensli á svartan næturhimin með öllum regnbogans litum, sletti listaverkum út í heiminn sem glitra í kapp við stjörnurnar í smástund og hverfa svo sporlaust og lifa hvergi nema í minningunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Kaupmátturinn og dýrðin

Nú líður að jólaverslun með tilheyrandi auglýsingum, útbíuðum í jólatrjám og jólasveinum, löngu áður en það er einu sinni hægt að láta börn undir sex ára telja niður daga sem eru þrisvar sinnum fleiri en tær og fingur. Að vanda munu þrír helstu verslunar­kjarnar höfuðborgarsvæðisins keppa um hylli neytenda (hylli neytenda er einn uppáhalds­frasinn minn) með því að bjóða betri kjör, meiri söng, fleiri pipar­kökur og mörg tonn af ókeypis skyndi­jólaskapi sem verður úðað út í mengað stórborgarloftið. Við þessi árlegu tímamót er vert að skoða hvernig kjarnarnir þrír taka á móti viðskipta­vinum sínum og kunningjum.

Skoðun
Fréttamynd

Bananar og tár

Flestir muna víst hvar þeir voru þegar Geir Haarde flutti Guðsblessunarávarpið í fyrra. Ég sat í hægindastól fyrir framan sjónvarpið heima hjá mér, komin fjörutíu vikur á leið og fór eðlilega að háskæla yfir því hvers konar Ísland það væri sem myndi taka á móti barninu mínu.

Skoðun
Fréttamynd

Ex

Valéry Giscard d’Estaing var lengi vel eini eftirlifandi fyrrverandi forseti Frakklands og því oft kallaður Exið í frönsku pressunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Ef að væri

Ísland í dag er í viðtengingar­hætti. Fréttatímar hefjast gjarna á orðinu „Ef" og síðan koma langar vangaveltur um hvað gæti gerst ef eitthvað annað gerist eða gerist ekki fyrst.

Bakþankar
Fréttamynd

Sómi Íslands

Vinur minn er í Jónafélaginu. Í því eru allir, hvort sem þeir vita það eða ekki, sem heita nöfnum sem dregin eru af nafni Jóhannesar skírara í Biblíunni. Í Jónafélaginu eru því allir Jónar, Jónasar, Jensar, Jóhannesar og Jóhannar, og svo líka þeir sem heita Hannes, Ívan, Jean og John, Sean, Giovanni og öðrum skyldum nöfnum. Og svo auðvitað allar Jónur, Hönnur og Jóhönnur.

Bakþankar