Bananar og tár Brynhildur Björnsdóttir skrifar 9. október 2009 06:00 Flestir muna víst hvar þeir voru þegar Geir Haarde flutti Guðsblessunarávarpið í fyrra. Ég sat í hægindastól fyrir framan sjónvarpið heima hjá mér, komin fjörutíu vikur á leið og fór eðlilega að háskæla yfir því hvers konar Ísland það væri sem myndi taka á móti barninu mínu. Aðaláhyggjuefnið var auðvitað framtíð dætra minna, bæði fæddrar og ófæddrar. Yrði einhver heilsugæsla? Menntun? Yrði hægt að kaupa á þær almennilega kuldaskó og gefa þeim hollan mat að borða? Þetta og fjölmargt annað leitaði á hugann. En mestar áhyggjur hafði ég samt af því að ekki yrðu til bananar. Eins og þeir vita sem eiga ung börn eru bananar algjör uppistöðufæðutegund. Þegar þetta var borðaði tveggja ára dóttir mín minnst tvo banana á dag og ég vissi sem er að frá sex mánaða aldri eru bananar afar góð og æskileg fæða. Bananar eru hins vegar innfluttir um langan veg og þar sem ég sat í stólnum með kúluna út í loftið og tárin lekandi niður kinnarnar sá ég fyrir mér að viðskiptaþvinganir, einangrun og fátækt myndu koma í veg fyrir allan innflutning á þessari ofurfæðu allra barna. Á svo til sama tíma sat maður á skrifstofunni sinni, og starði niður í gólfið. Í fjórar klukkustundir gerði hann ekkert annað en að halda aftur af tárunum eftir að hafa verið sakleysislega önnum kafinn í mörg ár við að skipuleggja og fara í laxveiðiferðir, halda rándýrar risaveislur fyrir frægt og ríkt fólk og syngja sæll en illa um Dalílu í kátum hópi milljarðamæringa heimsins um borð í risasnekkju á Miðjarðarhafinu. Við sátum bæði og grétum, ég og bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander í London þegar fjármálakerfið okkar hrundi. Ég grét framtíð barnanna minna eftir að við fjölskyldan vorum svipt æru og auði af Samson án þess að hafa nokkurn tíma einu sinni hummað lagið um Dalílu. Hann grét snilli sína, auð og vald. Hann syrgði fallið heimsveldi, ég ávöxt. Ári síðar er enn hægt að fá banana á Íslandi. Ég er á fullu í uppeldinu og bankastjórinn er búinn að skrifa bók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestir muna víst hvar þeir voru þegar Geir Haarde flutti Guðsblessunarávarpið í fyrra. Ég sat í hægindastól fyrir framan sjónvarpið heima hjá mér, komin fjörutíu vikur á leið og fór eðlilega að háskæla yfir því hvers konar Ísland það væri sem myndi taka á móti barninu mínu. Aðaláhyggjuefnið var auðvitað framtíð dætra minna, bæði fæddrar og ófæddrar. Yrði einhver heilsugæsla? Menntun? Yrði hægt að kaupa á þær almennilega kuldaskó og gefa þeim hollan mat að borða? Þetta og fjölmargt annað leitaði á hugann. En mestar áhyggjur hafði ég samt af því að ekki yrðu til bananar. Eins og þeir vita sem eiga ung börn eru bananar algjör uppistöðufæðutegund. Þegar þetta var borðaði tveggja ára dóttir mín minnst tvo banana á dag og ég vissi sem er að frá sex mánaða aldri eru bananar afar góð og æskileg fæða. Bananar eru hins vegar innfluttir um langan veg og þar sem ég sat í stólnum með kúluna út í loftið og tárin lekandi niður kinnarnar sá ég fyrir mér að viðskiptaþvinganir, einangrun og fátækt myndu koma í veg fyrir allan innflutning á þessari ofurfæðu allra barna. Á svo til sama tíma sat maður á skrifstofunni sinni, og starði niður í gólfið. Í fjórar klukkustundir gerði hann ekkert annað en að halda aftur af tárunum eftir að hafa verið sakleysislega önnum kafinn í mörg ár við að skipuleggja og fara í laxveiðiferðir, halda rándýrar risaveislur fyrir frægt og ríkt fólk og syngja sæll en illa um Dalílu í kátum hópi milljarðamæringa heimsins um borð í risasnekkju á Miðjarðarhafinu. Við sátum bæði og grétum, ég og bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander í London þegar fjármálakerfið okkar hrundi. Ég grét framtíð barnanna minna eftir að við fjölskyldan vorum svipt æru og auði af Samson án þess að hafa nokkurn tíma einu sinni hummað lagið um Dalílu. Hann grét snilli sína, auð og vald. Hann syrgði fallið heimsveldi, ég ávöxt. Ári síðar er enn hægt að fá banana á Íslandi. Ég er á fullu í uppeldinu og bankastjórinn er búinn að skrifa bók.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun