Í skólanum er skemmtilegt að vera 1. júní 2005 00:01 Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera ... við lærum þar að lesa á blað, eignast vini, verða stór, bera ábyrgð á okkur, taka ákvarðanir. Í skólanum verðum við fullorðin. Hvert skólastig hefur sinn sjarma og því lýkur á mikilvægum skilum i í lífi okkar. Grunnskólanum lýkur við tólf ára aldur þegar bernskan nær hápunkti sínum, miðstiginu lýkur við sextán ára aldur þegar gelgjuskeiðið er blessunarlega að baki og á tuttugasta ári, þegar fullorðinsárin taka lögformlega við, lýkur framhaldsskólanum með ákveðinni vígsluathöfn og höfuðfati og ungmenni stígur út í lífið. Nú stendur til að riðla þessu kerfi. Stúdentsprófið á að taka á þremur árum og nítján ára unglingar eiga að ganga út í lífið, stytta á lífsleikninámið um heilt ár og senda fólk 20% verr undirbúið út í samfélagið. Það þykir ekki endilega jákvætt að nítján ára fólk flytjist úr foreldrahúsum, hvað þá úr landi og beri sjálft ábyrgð á sínu lífi og lífsaðferðum. Fólk um tvítugt hefur strax haft heilt ár í viðbót til að sækja skemmtistaði, fara á fyllerí og skrópa í skólanum og komast að því hversu fánýt slík hegðun er. Í ýmsum samanburðarlöndum okkar ljúka unglingar framhaldsskólanámi átján ára. Átján ára unglingar þar eru ekkert þroskaðri en átján ára unglingar hér. Fyrstu tvö árin til þriggja ára BA prófs í háskóla fara hjá þeim unglingum iðulega í það nákvæmlega sama og árin milli átján ára og tvítugs gera hérlendis. Vináttu, partístand, og almennt að bragða á lífinu og öllu sem það býður upp á. Lokapróf fyrsta stigs háskólans í þessum löndum er því jafngildi íslenska stúdentsprófsins enda þarf fólk ekki einu sinni að ákveða í hverju það hyggst taka háskólaprófið fyrr en á síðasta árinu. BA próf í þessum löndum er svo verðfallið að það er orðið jafngildi stúdentsprófsins hérlenda. Þróunin í þessum löndum hefur orðið sú að nú er fólk nánast ekki talið háskólamenntað nema það hafi Mastersgráðu og eina stigið þar fyrir ofan, sem má þá telja annað raunstig háskólanáms er þá doktorsnám. Stytting náms til stúdentsprófs mun gengisfella stúdentsprófið og öll önnur námsstig, bæði fyrir ofan og neðan. Fólk þarf ekki bara að geta leyst verkefnin af hendi heldur líka að hafa þroska til að taka ábyrgð á eigin námi og lífi. Nítján ára ungmenni hafa nýverið fengið að alvöru ökuskírteini og ekki mega þau ennþá kaupa og veita áfengi þó þau geri það eflaust óspart. Er ekki allt í lagi að leyfa fólki að vera ungt og uppgötva lífið í eitt ár í viðbót? Unglingsárin eru frábær og engin ástæða til að stytta þau. Og að öllum líkindum ekki hægt. Með styttingu framhaldsskólans er verið að færa þau inn í háskólann sem þarf að koma til móts við nemendur sína og íslenska BA prófið verður von bráðar orðið að unglingaprófi og jafn gengisfallið og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Er betra að hafa rándýra unglinga í Háskólanum en menntaskólum landsins? Leyfum æsku landsins að taka út eðlilegan þroska innan skólakerfisins. Í skólanum er skemmtilegt að vera. Og hvað liggur á? Brynhildur Björnsdóttirbrynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera ... við lærum þar að lesa á blað, eignast vini, verða stór, bera ábyrgð á okkur, taka ákvarðanir. Í skólanum verðum við fullorðin. Hvert skólastig hefur sinn sjarma og því lýkur á mikilvægum skilum i í lífi okkar. Grunnskólanum lýkur við tólf ára aldur þegar bernskan nær hápunkti sínum, miðstiginu lýkur við sextán ára aldur þegar gelgjuskeiðið er blessunarlega að baki og á tuttugasta ári, þegar fullorðinsárin taka lögformlega við, lýkur framhaldsskólanum með ákveðinni vígsluathöfn og höfuðfati og ungmenni stígur út í lífið. Nú stendur til að riðla þessu kerfi. Stúdentsprófið á að taka á þremur árum og nítján ára unglingar eiga að ganga út í lífið, stytta á lífsleikninámið um heilt ár og senda fólk 20% verr undirbúið út í samfélagið. Það þykir ekki endilega jákvætt að nítján ára fólk flytjist úr foreldrahúsum, hvað þá úr landi og beri sjálft ábyrgð á sínu lífi og lífsaðferðum. Fólk um tvítugt hefur strax haft heilt ár í viðbót til að sækja skemmtistaði, fara á fyllerí og skrópa í skólanum og komast að því hversu fánýt slík hegðun er. Í ýmsum samanburðarlöndum okkar ljúka unglingar framhaldsskólanámi átján ára. Átján ára unglingar þar eru ekkert þroskaðri en átján ára unglingar hér. Fyrstu tvö árin til þriggja ára BA prófs í háskóla fara hjá þeim unglingum iðulega í það nákvæmlega sama og árin milli átján ára og tvítugs gera hérlendis. Vináttu, partístand, og almennt að bragða á lífinu og öllu sem það býður upp á. Lokapróf fyrsta stigs háskólans í þessum löndum er því jafngildi íslenska stúdentsprófsins enda þarf fólk ekki einu sinni að ákveða í hverju það hyggst taka háskólaprófið fyrr en á síðasta árinu. BA próf í þessum löndum er svo verðfallið að það er orðið jafngildi stúdentsprófsins hérlenda. Þróunin í þessum löndum hefur orðið sú að nú er fólk nánast ekki talið háskólamenntað nema það hafi Mastersgráðu og eina stigið þar fyrir ofan, sem má þá telja annað raunstig háskólanáms er þá doktorsnám. Stytting náms til stúdentsprófs mun gengisfella stúdentsprófið og öll önnur námsstig, bæði fyrir ofan og neðan. Fólk þarf ekki bara að geta leyst verkefnin af hendi heldur líka að hafa þroska til að taka ábyrgð á eigin námi og lífi. Nítján ára ungmenni hafa nýverið fengið að alvöru ökuskírteini og ekki mega þau ennþá kaupa og veita áfengi þó þau geri það eflaust óspart. Er ekki allt í lagi að leyfa fólki að vera ungt og uppgötva lífið í eitt ár í viðbót? Unglingsárin eru frábær og engin ástæða til að stytta þau. Og að öllum líkindum ekki hægt. Með styttingu framhaldsskólans er verið að færa þau inn í háskólann sem þarf að koma til móts við nemendur sína og íslenska BA prófið verður von bráðar orðið að unglingaprófi og jafn gengisfallið og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Er betra að hafa rándýra unglinga í Háskólanum en menntaskólum landsins? Leyfum æsku landsins að taka út eðlilegan þroska innan skólakerfisins. Í skólanum er skemmtilegt að vera. Og hvað liggur á? Brynhildur Björnsdóttirbrynhildurb@frettabladid.is
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun