Netglæpir

Netþrjótar stálu upplýsingum um alla nemendur Háskólans á Akureyri
Netþrjótar hafa náð að komast yfir upplýsingar um alla nemendur, kennara og annað starfsfólk við Háskólann á Akureyri (HA), þar á meðal lykilorð, kennitölur og farsímanúmer. Verið er að rannsaka málið og búið er að auka öryggisstig á tölvukerfum skólans.

Netþrjótar herja á fólk í aðdraganda jólanna
Netþrjótar hafa undanfarið herjað á viðskiptavini Póstsins og eru dæmi um að fólk hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa.

Rússar grunaðir um netárás á vefsíðu Evrópuþingsins
Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð.

Tölvuárás gerð á Mbl.is
Tölvuárás var gerð á vefinn Mbl.is fyrr í dag. Vefsíðan hefur legið niðri nú í einn og hálfan tíma.

Réttur netsvikabrotaþola enn óljós
Fjölmörg mál sem varða svokölluð Messenger svik hafa komið inn á borð Neytendasamtakanna undanfarna daga. Neytendasamtökin hvetja brotaþola til að ganga úr skugga hvort þeir eigi einkaréttakröfu á sinn viðskiptabanka.

Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps
„Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi.

„Messenger svikabylgja“ herjar á landann
Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir.

Nothæfar starfsstöðvar merktar með „má nota“ eftir alvarlega tölvuárás
Alvarleg og ígrunduð tölvuárás var gerð á Tækniskólann í síðustu viku. Ekki er talið að aðgangur að drifum skólans verði aðgengilegur fyrr en í næstu viku.

Netöryggi og samskipti: Lyktar þú eins og phiskur?
Stafræna umbreytingin er á fullri ferð sem þýðir að við þurfum að læra á nýjar hættur. Ein stærsta ógnin sem bæði einstaklingar og fyrirtæki standa frammi fyrir í dag eru svikapóstar (phishing). Þessir póstar eru ýmist til þess fallnir að reyna að svíkja peninga af viðkomandi, komast inn í kerfi til að taka þau yfir, eða nálgast viðkvæmar eða leynilegar upplýsingar.

Lélegt lykilorð fyrrverandi starfsmanns reyndist örlagaríkt
Bandarískur sérfræðingur í netöryggismálum telur að heimurinn standi á barmi stafrænna hamfara verði tölvuöryggismál ekki gripinn fastari tökum. Hún vísar til þess að eitt slæmt lykilorð hafi nærri orðið til þess að lama bandaríska efnahaginn á síðasta ári.

Hver ber tjónið í netsvindli og hvernig á að krefja bankann um endurgreiðslu?
Árlega eru sviknar út hundruð milljóna í netglæpum af einstaklingum og fyrirtækjum. Til að sporna gegn þeim hleyptu hagsmunaaðilar átakinu „Taktu tvær“ af stokkunum þar sem fólk er hvatt til að hugsa sig um í tvær mínútur áður en upplýsingar eru gefnar upp eða greiðsla framkvæmd.

Tölvuárás á Fréttablaðið litin alvarlegum augum
Blaðamannafélaga Íslands fordæmir tölvuárás sem gerð var á Fréttablaðið í morgun sem og tilraunir rússneska sendiráðsins til að hafa áhrif á fréttaflutning íslenskra fjölmiðla af stríðinu í Úkraínu.

Netárás á vef Fréttablaðsins
Netárás var gerð í morgun á vef Fréttablaðsins. Hótun barst ritstjórn blaðsins um að vefnum yrði lokað í kvöld verði hún ekki við beiðni um opinbera afsökun vegna myndar sem birtist í Fréttablaðinu í gær.

Taktu tvær – vörumst netglæpi
Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær, en hvaða tvær eru þetta sem við þurfum að taka?

Netþrjótarnir þaulskipulagðir í Landsbanka-svikum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki.

Vara við falskri vefsíðu Landsbankans
Landsbankinn varar við svikum sem hafa átt sér stað að undanförnu í nafni bankans. Töluvuþrjótar hafa stofnað vefsíðu, keimlík vefsíðu Landsbankans, þar sem fólk hefur misst háar upphæðir fjár, haldandi að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn.

Öruggari greiðslur með sterkri auðkenningu
Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni.

Svikahrappar haft milljónir af íslenskum íþróttafélögum
Eftir að hafa haft hægt um sig á tímum kórónuveirufaraldursins virðast netsvikarar núna farnir að herja að nýju á íþróttafélög í landinu sem í einhverjum tilvikum hafa tapað milljónum króna við að láta blekkjast.

Gífurleg aukning í tilkynningum um netsvindl
Tilkynningum um netárásir hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt ársskýrslu CERT-ÍS, netöryggissveitar Fjarskiptasofu. Rúm tvöföldun hefur verið í tilkynningum um netsvindl milli áranna 2020 og 2021 á sama tíma og tölvuþrjótar nota æ þróaðri aðferðir til að herja á lykilorðabanka og viðkvæm gögn.

Tæpar fimmtíu milljónir á viku: Óttast að ný bylgja netglæpa sé að hefjast
Á einni viku hafa þrjú íslensk fyrirtæki tapað samanlagt um 50 milljónum króna vegna árása netþrjóta á tölvupósthólf þeirra. Lögreglumaður hefur áhyggjur af því að slíkir glæpir séu aftur að ná sér á strik á Íslandi.