Scroll-Landsmot

Fréttamynd

Hámarkshraði lækkaður vegna hestamóts

Landsmót hestamanna stendur nú yfir í Víðidal í Reykjavík, en því lýkur sunnudaginn 1. júlí. Búast má við mikilli umferð á og við svæðið, en hámarkshraði á Breiðholtsbraut hefur verið lækkaður vegna þessa og er nú 50 samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fura frá Hellu langefst í fimm vetra flokki hryssna

Dómum í 5 vetra flokki hryssna var að ljúka í blíðunni í Víðidal á Landsmóti hestamanna en þetta er langstærsti flokkurinn í kynbótadómum mótsins. Klárhryssan Fura frá Hellu fékk langhæstu einkunnina.

Sport
Fréttamynd

Landsmót 2012: Loki frá Selfossi efstur í forkeppni í B-flokki gæðinga

Alls komust þrjátíu hross í milliriðla í B-flokki gæðinga á Landsmóti hestamanna en forkeppnin fór fram í dag. Landsmótið fer fram á félagssvæði Fáks í Reykjavík og stendur það yfir fram á sunnudag. Mótið verður sett með formlegum hætti á fimmtudaginn. Loki frá Selfossi fékk hæstu einkunn í dag en Sigurður Sigurðsson var knapi.

Sport
Fréttamynd

Landsmót 2012: Forkeppni í B-flokki gæðinga hálfnuð

Forkeppni í B-flokki gæðinga fer fram í dag á Landsmóti hestamanna, á félagssvæði Fáks í Reykjavík. Landsmótið hófst í dag en mótið verður sett með formlegum hætti á fimmtudagin. Alls hafa 54 af alls 100 hrossum lokið sýningum og er staða 10 efstu hrossa eftirfarandi:

Sport
Fréttamynd

Hópreið í aðdraganda landsmóts

Um eitt hundrað hestar og knapar tóku þátt í hópreið í dag en hún var nokkurs konar óformlega setning landsmóts hestamanna sem hefst á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hestasýning á Austurvelli

Tveir af fremstu reiðkennurum landsins bjóða almenningi að fylgjast með hestaþjálfun í miðbæ Reykjavíkur í dag. Um er að ræða þá Trausta Þór Guðmundsson og Þorvald Árna Þorvaldsson. Sýningar verða á Austurvelli klukkan tvö og klukkan þrjú í Hljómskálagarðinum. Þetta er gert til að vekja athygli á því að Landsmót hestamanna hefst í Víðidal á mánudaginn. Hinn fasmikli gæðingur Svartnir frá Miðsitju verður kynntur til leiks. Sýnt verður hvernig maðurinn notar táknmál hestsins til að eiga við hann samskipti, útskýrt hvernig þjálfun fer fram og gangtegundir kynntar.

Innlent