Friðrika Benónýsdóttir

Fréttamynd

Hraun og hrossaskítur

Fréttir af meintu gullæði ferðaþjónustuaðila hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Nefnd hafa verið dæmi um næturgistingu í eins manns herbergi á gistihúsi fyrir meira en hundrað þúsund krónur, kökusneiðar á fjórtán hundruð krónur

Fastir pennar
Fréttamynd

Menning hvað?

Þau ummæli Guðbergs Bergssonar í helgarviðtali við Fréttablaðið að íslensk menning sé grunn hafa hrint af stað fjörugri umræðu um íslenska menningu á Facebook-síðum og bloggum.

Skoðun
Fréttamynd

Út fyrir ramma

Í helgarblaði Fréttablaðsins er spjall við hóp ungs listafólks sem sett hefur á stofn vinnustofu uppi á Höfða í þeim tilgangi að skapa fjölbreyttan starfsvettvang fyrir listamenn. Þetta unga fólk, sem flest er nýútskrifað úr listnámi, er ekkert á þeim buxunum að samfélagið eigi að skapa því verkefni og aðstöðu,

Fastir pennar
Fréttamynd

Boltinn sameinar

Heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í gær. Aðdragandi þess hefur verið óvenju stormasamur að þessu sinni og í heilt ár hafa þúsundir Brasilíubúa mótmælt á götum úti og kvartað yfir hækkun á opinberum samgöngukostnaði, miklum útgjöldum vegna heimsmeistarakeppninnar og ófullnægjandi fjárveitingum í opinberri þjónustu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að stela sviðsljósinu

Skoðun oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum á morgun á lóðaúthlutunum til trúarsafnaða er umtalaðasta mál kosningabaráttunnar. Á því leikur ekki vafi. Umfjallanir um það nánast einoka allan fréttaflutning af baráttumálum flokkanna

Fastir pennar
Fréttamynd

Fordómalaus í einn dag

Sigur austurrísku draggdrottningarinnar Conchitu Wurst í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardagskvöldið hefur almennt verið túlkaður sem sigur fordómaleysis Evrópubúa og skýr skilaboð til Pútíns Rússlandsforseta um að stefna hans í málefnum samkynhneigðra eigi ekki upp á pallborðið hjá almenningi í Evrópu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Myrtir í gamni utanlands

Á síðu 12 í Fréttablaði laugardagsins er frétt með yfirskriftinni "Fá ríki taka fólk af lífi“. Fréttin er unnin upp úr nýrri skýrslu Amnesty International um staðfestar aftökur á heimsvísu árið 2013. Strax í undirfyrirsögn kemur fram að staðfestum aftökum í heiminum hafi fjölgað um fimmtán prósent á nýliðnu ári og þá eru aftökur í Kína ekki teknar með í reikninginn því þar er fjöldi aftaka ríkisleyndarmál.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að drekkja umræðu í umræðu

Aðsendar greinar sem bíða birtingar í Fréttablaðinu skipta yfirleitt tugum. Það er enginn skortur á fólki sem liggur mikið á hjarta og telur skoðanir sínar eiga svo mikið erindi við þjóðina að það sest við tölvuna og hamrar saman pistil eftir pistil um það sem mest brennur á því þá og þá stundina og sendir svo afraksturinn til birtingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sterki víkingurinn gengur aftur

Íslendingar hafa eignast nýja stjörnu. Sameiningartákn sem veldur því að skyndilega er hálf þjóðin farin að tala eins og bardagaíþróttir séu eitthvað sem hún þekkir út og inn. Gunnar Nelson er hylltur sem þjóðhetja, víkingurinn þögli sem sigrar andstæðinga sína án nokkurs fums, tákn alls þess besta í íslenskri þjóðarsál, lifandi sönnun þess að við séum mest og best, einu sinni enn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spamalot sýnt í Stjórnarráðinu

Vissulega er þetta klassískt efni í farsa en þetta er ekki fyndið – væri ekki einu sinni fyndið á sviði – og það versta er að sýningin er rétt byrjuð. Það eru þrjú ár í hléið. Ætlar þjóðin virkilega að sitja prúð undir þessari sýningu til enda og standa kannski upp og klappa í lokin? Hvað er orðið um baráttuandann úr búsáhaldabyltingunni? Það má labba út af miðri leiksýningu og láta þau boð út ganga að þetta sé ekki sýning sem sé þess virði að sjá. Gildir ekki sama regla um farsa ríkisstjórna?

Skoðun
Fréttamynd

Aðgerðasinnar á lyklaborðunum

Á hverjum einasta degi fyllast fréttaveitur Facebook-notenda af fréttum og greinum um einhver umdeild mál sem hæst ber þann daginn. Fólk deilir þessu í gríð og erg með misgáfulegum kommentum og þykist þar með hafa lagt sitt af mörkum til þjóðfélagsumræðunnar. Æsingurinn stendur í mesta lagi í tvo til þrjá daga en þá veldur offramboðið því að fólk er orðið hundleitt á viðkomandi umræðuefni eða æsingamáli og kapphlaupið snýst um að finna nýtt æsingaefni til að deila.

Fastir pennar
Fréttamynd

Listin 2 - gróði 14

Borgarleikhússtjórinn er orðinn útvarpsstjóri og þjóðleikhússtjórinn hættir í haust. Það eru því breytingar framundan í báðum stóru leikhúsunum og eðlilega er fólk farið að velta því fyrir sér hverjir væru heppilegir kandídatar í djobbin. Ýmsir eru nefndir, en það sem mesta athygli vekur er að þeir sem til greina þykja koma þurfa helst að hafa

Fastir pennar
Fréttamynd

Lífið og listin

Frétt helgarinnar var tvímælalaust opið bréf Dylan Farrow í The New York Times þar sem hún lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir sjö ára gömul af hendi fósturföður síns, Woody Allen.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þegar Trölli yfirtók Alþingi

Nokkrum dögum fyrir kosningar í vor stillti myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og flutti þar tónlistargjörning við annan mann.

Skoðun
Fréttamynd

Lækaðu mig þá mun ég læka þig

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar bloggpistil á Pressuna þar sem hann nafngreinir alla þá sem lækað hafa niðrandi statusa á Facebook um framgöngu hans í Spegli RÚV á föstudaginn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þegar lífið er fótbolti eitt kvöld

Leikurinn er í kvöld. Þessi fótboltaleikur sem að því er best verður séð mun skipta sköpum í Íslandssögunni. Helst er á fjölmiðlum að skilja að héðan af muni tímatalið miðað við fyrir og eftir Leikinn.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.