Fiff og feluleikir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. september 2014 09:30 Bakslag í launajöfnuði kynjanna hefur enn og aftur skotið upp kollinum. Það virðist vera óvinnandi vegur að koma því í gegn að konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, þrátt fyrir að lög hafi kveðið svo á um áratugum saman. Jafnvel þótt grunnlaun séu þau sömu virðast karlar lunknari við að næla sér í alls kyns sporslur og fríðindi framhjá launastefnum. Eða hvað? Er raunin kannski sú að launagreiðendum þyki það ennþá óeðlilegt að bjóða körlum sömu laun og sessunautum þeirra af kvenkyni og séu því duglegri að bjóða þeim hærri laun í formi óunninnar yfirvinnu – hvað sem það nú þýðir – bílastyrkja og annarra fríðinda? Allt með leynd auðvitað. Árni Stefán Jónsson, formaður Starfsmannafélags ríkisins, segir í frétt Fréttablaðsins í dag að þessi þáttur hafi fylgt ríkisstarfsmönnum lengi. Hann segir að það verði til einhver menning í kringum þessi launamál, það verði til feluleikur. Stjórnendur ríkisstofnana búi til óunna yfirvinnu eða aðrar sporslur til þess að fela laun gagnvart öðrum starfsmönnum og jafnvel til þess að fela laun gagnvart ráðuneytinu. Það er sem sagt ekki nóg með að launaleyndin ali á óvissu og tortryggni milli starfsmanna heldur er líka verið í feluleik gagnvart launagreiðandanum, ríkinu sjálfu. Grunnlaununum er haldið niðri vegna þess að ríkið græðir á því að halda þeim í lágmarki vegna skuldbindinga gagnvart lífeyrissjóðum. Feluleikurinn er sem sagt margfaldur og eins og Árni Stefán segir gæti ástæðan hugsanlega verið sú að það sé auðveldara að taka óunna yfirvinnu aftur af starfsfólkinu en að draga launahækkanir til baka þegar fólk hefur verið hækkað um launaflokk. Ofan á það bætist að í þessari launaþoku skortir yfirsýn yfir raunverulegar launahækkanir og þar á meðal þá áráttu að borga körlum í raun hærri laun en konum, hvað sem lögin segja. Það heldur nefnilega ekki vatni að ástæðan fyrir þessum mun sé hvað karlar séu miklu fylgnari sér og duglegri að halda sínum hlut í launasamningum. Undirliggjandi er sú gamla klisja að karlar séu fyrirvinnur heimila og þurfi því hærri laun til að geta framfleytt fjölskyldunni, þar á meðal konunni sem ekki nýtur sömu sömu launakjara og þeir. Það er með algjörum ólíkindum á því herrans ári 2014 að enn sé leynt og ljóst álitið að karlinum beri að hafa konuna á framfæri ef hún er ekki matvinnungur, en það þarf ekki að grafa djúpt undir yfirborð umræðunnar til að það viðhorf skjóti upp kollinum. Svo ekki sé nú minnst á allar „fræðigreinarnar“ á netinu sem fullyrða að sjálfsmynd og sjálfsálit karlmanna skerðist sé konan launahærri en þeir. Það sé árás á karlmennskuna að borga konum sömu laun og körlunum þeirra. Það var og. Skýringarnar á launamuninum eru eflaust margar en launaleyndin er þó mesti sökudólgurinn. Á meðan hún er við lýði er erfitt fyrir konur að rísa upp og brjóta þennan hvimleiða ósið á bak aftur. Hvernig á að sigra óvin sem ekki sést? Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að látið sé af þeim feluleik sé einhver áhugi í raun fyrir hendi á því að jafna launamuninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Sjá meira
Bakslag í launajöfnuði kynjanna hefur enn og aftur skotið upp kollinum. Það virðist vera óvinnandi vegur að koma því í gegn að konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, þrátt fyrir að lög hafi kveðið svo á um áratugum saman. Jafnvel þótt grunnlaun séu þau sömu virðast karlar lunknari við að næla sér í alls kyns sporslur og fríðindi framhjá launastefnum. Eða hvað? Er raunin kannski sú að launagreiðendum þyki það ennþá óeðlilegt að bjóða körlum sömu laun og sessunautum þeirra af kvenkyni og séu því duglegri að bjóða þeim hærri laun í formi óunninnar yfirvinnu – hvað sem það nú þýðir – bílastyrkja og annarra fríðinda? Allt með leynd auðvitað. Árni Stefán Jónsson, formaður Starfsmannafélags ríkisins, segir í frétt Fréttablaðsins í dag að þessi þáttur hafi fylgt ríkisstarfsmönnum lengi. Hann segir að það verði til einhver menning í kringum þessi launamál, það verði til feluleikur. Stjórnendur ríkisstofnana búi til óunna yfirvinnu eða aðrar sporslur til þess að fela laun gagnvart öðrum starfsmönnum og jafnvel til þess að fela laun gagnvart ráðuneytinu. Það er sem sagt ekki nóg með að launaleyndin ali á óvissu og tortryggni milli starfsmanna heldur er líka verið í feluleik gagnvart launagreiðandanum, ríkinu sjálfu. Grunnlaununum er haldið niðri vegna þess að ríkið græðir á því að halda þeim í lágmarki vegna skuldbindinga gagnvart lífeyrissjóðum. Feluleikurinn er sem sagt margfaldur og eins og Árni Stefán segir gæti ástæðan hugsanlega verið sú að það sé auðveldara að taka óunna yfirvinnu aftur af starfsfólkinu en að draga launahækkanir til baka þegar fólk hefur verið hækkað um launaflokk. Ofan á það bætist að í þessari launaþoku skortir yfirsýn yfir raunverulegar launahækkanir og þar á meðal þá áráttu að borga körlum í raun hærri laun en konum, hvað sem lögin segja. Það heldur nefnilega ekki vatni að ástæðan fyrir þessum mun sé hvað karlar séu miklu fylgnari sér og duglegri að halda sínum hlut í launasamningum. Undirliggjandi er sú gamla klisja að karlar séu fyrirvinnur heimila og þurfi því hærri laun til að geta framfleytt fjölskyldunni, þar á meðal konunni sem ekki nýtur sömu sömu launakjara og þeir. Það er með algjörum ólíkindum á því herrans ári 2014 að enn sé leynt og ljóst álitið að karlinum beri að hafa konuna á framfæri ef hún er ekki matvinnungur, en það þarf ekki að grafa djúpt undir yfirborð umræðunnar til að það viðhorf skjóti upp kollinum. Svo ekki sé nú minnst á allar „fræðigreinarnar“ á netinu sem fullyrða að sjálfsmynd og sjálfsálit karlmanna skerðist sé konan launahærri en þeir. Það sé árás á karlmennskuna að borga konum sömu laun og körlunum þeirra. Það var og. Skýringarnar á launamuninum eru eflaust margar en launaleyndin er þó mesti sökudólgurinn. Á meðan hún er við lýði er erfitt fyrir konur að rísa upp og brjóta þennan hvimleiða ósið á bak aftur. Hvernig á að sigra óvin sem ekki sést? Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að látið sé af þeim feluleik sé einhver áhugi í raun fyrir hendi á því að jafna launamuninn.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun