Haltu kjafti, eldaðu og vertu mjórri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. júní 2014 07:00 Tölvuleikir fyrir ung börn hafa verið í sviðsljósinu undanfarið og athygli verið vakin á þeim gríðarlega mun sem er á innihaldi slíkra leikja eftir því hvort þeir eru markaðssettir fyrir drengi eða stúlkur. Fjögurra til sex ára strákar eiga að læra að lesa og leysa þrautir en stelpur á sama aldri eiga að læra hvernig konur geti orðið sætari og mjórri og svo eiga þær auðvitað að læra að elda. Lengst gengur sennilega leikurinn Plastic Surgery þar sem málið snýst um að framkvæma rafrænt fitusog og aðrar fegrunaraðgerðir á þar til gerðum eftirmyndum of feitra kvenna. Sá leikur hefur reyndar verið fjarlægður af Google Play og App Store en er enn í boði á ýmsum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn, þrátt fyrir hávær mótmæli úr ýmsum áttum.Í samtali við Vísi í gær sagði Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að sala á slíkum leikjum væri mjög skiljanleg út frá markaðssjónarmiði. „Já, fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur frá unga aldri. Þannig að ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið,“ sagði hún. Sjónarmið út af fyrir sig en vekur óneitanlega upp spurningar um það hvort virkilega sé markaður fyrir lýtaaðgerðaleiki fyrir fjögurra til sex ára stúlkubörn. Börn á þeim aldri kaupa sér væntanlega ekki tölvuleikina sjálf þannig að ef það er eftirspurn markaðarins eftir slíkum leikjum sem framboðinu ræður hljóta það að vera foreldrarnir sem fóðra börnin sín á þessu. Getur það virkilega verið? Það er auðvelt og átakalítið að hneykslast á peningagræðgi stóra ljóta markaðsúlfsins sem er að halda þessum ósóma að börnunum okkar en um leið ógerlegt að horfa framhjá þeirri staðreynd að ef þessir leikir seljast ekki er framleiðslu þeirra fljótlega hætt. Þannig virkar sá úlfur nú einu sinni. Ábyrgðin liggur því fyrst og síðast hjá foreldrum stúlkna á þessum aldri - og öllum aldri ef út í það er farið - að kaupa ekki þessa mannskemmandi leiki og aðrar staðalímyndaviðhaldandi markaðsvörur. Það erum við sem erum fyrirmyndir og uppalendur barnanna okkar, ekki einhver misvitur leikjafyrirtæki úti í heimi. Bakslagið í kynjaumræðunni er ekki markaðsöflunum að kenna heldur okkur sjálfum. Á meðan við látum okkur detta í hug að fóðra dætur okkar á fegrunaraðgerðaleikjum og stöðluðum prinsessufyrirmyndum mun ekkert breytast. Og þótt rafrænir ranghalar internetsins séu vandrataðir þá ætti það að vera á færi hvers foreldris að koma í veg fyrir að börnin þeirra leiki sér í slíkum leikjum. Kostar auðvitað tíma og yfirlegu en hlýtur að vera margfaldlega þess virði þegar upp er staðið. Hvaða foreldri vill að dóttir þess hafi þær hugmyndir að hlutverk kvenna sé fyrst og fremst að vera sætar? Eða liggur vandinn kannski einmitt í því að foreldrar sjái ekkert athugavert við þá afstöðu? Þá er virkilega kominn tími á nýja kvennabyltingu - og það strax í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Tölvuleikir fyrir ung börn hafa verið í sviðsljósinu undanfarið og athygli verið vakin á þeim gríðarlega mun sem er á innihaldi slíkra leikja eftir því hvort þeir eru markaðssettir fyrir drengi eða stúlkur. Fjögurra til sex ára strákar eiga að læra að lesa og leysa þrautir en stelpur á sama aldri eiga að læra hvernig konur geti orðið sætari og mjórri og svo eiga þær auðvitað að læra að elda. Lengst gengur sennilega leikurinn Plastic Surgery þar sem málið snýst um að framkvæma rafrænt fitusog og aðrar fegrunaraðgerðir á þar til gerðum eftirmyndum of feitra kvenna. Sá leikur hefur reyndar verið fjarlægður af Google Play og App Store en er enn í boði á ýmsum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn, þrátt fyrir hávær mótmæli úr ýmsum áttum.Í samtali við Vísi í gær sagði Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að sala á slíkum leikjum væri mjög skiljanleg út frá markaðssjónarmiði. „Já, fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur frá unga aldri. Þannig að ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið,“ sagði hún. Sjónarmið út af fyrir sig en vekur óneitanlega upp spurningar um það hvort virkilega sé markaður fyrir lýtaaðgerðaleiki fyrir fjögurra til sex ára stúlkubörn. Börn á þeim aldri kaupa sér væntanlega ekki tölvuleikina sjálf þannig að ef það er eftirspurn markaðarins eftir slíkum leikjum sem framboðinu ræður hljóta það að vera foreldrarnir sem fóðra börnin sín á þessu. Getur það virkilega verið? Það er auðvelt og átakalítið að hneykslast á peningagræðgi stóra ljóta markaðsúlfsins sem er að halda þessum ósóma að börnunum okkar en um leið ógerlegt að horfa framhjá þeirri staðreynd að ef þessir leikir seljast ekki er framleiðslu þeirra fljótlega hætt. Þannig virkar sá úlfur nú einu sinni. Ábyrgðin liggur því fyrst og síðast hjá foreldrum stúlkna á þessum aldri - og öllum aldri ef út í það er farið - að kaupa ekki þessa mannskemmandi leiki og aðrar staðalímyndaviðhaldandi markaðsvörur. Það erum við sem erum fyrirmyndir og uppalendur barnanna okkar, ekki einhver misvitur leikjafyrirtæki úti í heimi. Bakslagið í kynjaumræðunni er ekki markaðsöflunum að kenna heldur okkur sjálfum. Á meðan við látum okkur detta í hug að fóðra dætur okkar á fegrunaraðgerðaleikjum og stöðluðum prinsessufyrirmyndum mun ekkert breytast. Og þótt rafrænir ranghalar internetsins séu vandrataðir þá ætti það að vera á færi hvers foreldris að koma í veg fyrir að börnin þeirra leiki sér í slíkum leikjum. Kostar auðvitað tíma og yfirlegu en hlýtur að vera margfaldlega þess virði þegar upp er staðið. Hvaða foreldri vill að dóttir þess hafi þær hugmyndir að hlutverk kvenna sé fyrst og fremst að vera sætar? Eða liggur vandinn kannski einmitt í því að foreldrar sjái ekkert athugavert við þá afstöðu? Þá er virkilega kominn tími á nýja kvennabyltingu - og það strax í dag.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun