Almenn sátt um óbreytt ástand Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. apríl 2014 10:00 Fimm vikum fyrir kjördag í sveitarstjórnarkosningum fer lítið fyrir kosningabaráttu flokkanna í Reykjavík. Það virðist ríkja nokkuð almenn ánægja með núverandi meirihluta og vandræðagangur Framsóknarmanna við að berja saman frambærilegan lista vekur frekar vorkunn en áhuga. Meirihluti Reykvíkinga vill að Dagur B. Eggertsson taki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr og til þess að svo megi verða virðist alls konar fólk tilbúið til að kjósa Samfylkinguna, þótt það hafi ekki gert það áður. Óbreytt ástand virðist vera efst á óskalista reykvískra kjósenda sem bendir til að öllum að óvörum hafi stórsigur Besta flokksins í síðustu kosningum ekki verið bundinn við persónufylgi Jóns Gnarr og uppreisn gegn ríkjandi flokkakerfi heldur krafa um nýja nálgun á borgarmálefnin, krafa sem flokkurinn tók alvarlega og stóð undir, sem skilar sér í góðri stöðu hans – eða afsprengis hans undir nafni Bjartrar framtíðar – þegar gengið er til kosninga fjórum árum síðar. Fylgi flokka í sveitarstjórnarkosningum er kannski ekki raunhæfur mælikvarði á fylgi þeirra í alþingiskosningum, þar sem ákveðin málefni skipta oft meira máli en stjórnmálaskoðanir í vali á þeim sem í borgar- og bæjarstjórnum sitja, en engu að síður hlýtur staðan í skoðanakönnunum að vera ríkisstjórnarflokkunum áhyggjuefni. Ári eftir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningum til Alþingis mælist hann með á bilinu tveggja til þriggja prósenta fylgi í Reykjavík og þótt forystusauður listans, Óskar Bergsson, hafi stigið til hliðar og tekið á sig sökina á fylgisskortinum þá virðist ekki líklegt að nýr listi nái að hífa fylgið mikið upp, allra síst þar sem fullkomin óeining virðist ríkja innan flokksins um það hvernig hann eigi að vera skipaður. Það er ekki traustvekjandi fyrir kjósendur að korteri í kjördag standi enn yfir æðisgengin leit að frambærilegum kandídat til að leiða flokk forsætisráðherra í kosningum til borgarstjórnar. Í herbúðum Sjálfstæðismanna er ástandið heldur ekkert glæsilegt en kosningabarátta þeirra hefur verið nánast ósýnileg hinum almenna kjósenda og ekki líkur á að það breytist mikið á þessum fimm vikum. Þeir geta reiknað með sínu tuttugu og fimm prósenta fylgi og miðað við hversu lítið ber á frambjóðendum þeirra virðast þeir ekki einu sinni ætla að reyna að höfða til fleiri kjósenda. Það er einhver máttleysislegur uppgjafarbragur á allri framgöngu Sjálfstæðismanna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, enda alvarlegri mál að hafa áhyggjur af með stofnun nýs hægri flokks hangandi yfir hausamótunum flokksins. Það eru því allar líkur á að Reykvíkingar búi áfram við stjórn Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar næstu fjögur árin, enda bendir nákvæmlega ekkert til þess að meirihluti borgarbúa hafi áhuga á að breyta þeirri skipan mála. Það hlýtur að teljast nokkuð eindreginn sigur sprellframboðsins frá því fyrir fjórum árum og þeir sem hæst höfðu um hversu lélegt það grín væri sitja nú eftir með sárt ennið og eru sjálfir stærsti brandarinn. Það er nefnilega merkilegt hvað grínið er orðið alvarlegt og alvaran mikið grín.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi í þokkalegri upplausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fimm vikum fyrir kjördag í sveitarstjórnarkosningum fer lítið fyrir kosningabaráttu flokkanna í Reykjavík. Það virðist ríkja nokkuð almenn ánægja með núverandi meirihluta og vandræðagangur Framsóknarmanna við að berja saman frambærilegan lista vekur frekar vorkunn en áhuga. Meirihluti Reykvíkinga vill að Dagur B. Eggertsson taki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr og til þess að svo megi verða virðist alls konar fólk tilbúið til að kjósa Samfylkinguna, þótt það hafi ekki gert það áður. Óbreytt ástand virðist vera efst á óskalista reykvískra kjósenda sem bendir til að öllum að óvörum hafi stórsigur Besta flokksins í síðustu kosningum ekki verið bundinn við persónufylgi Jóns Gnarr og uppreisn gegn ríkjandi flokkakerfi heldur krafa um nýja nálgun á borgarmálefnin, krafa sem flokkurinn tók alvarlega og stóð undir, sem skilar sér í góðri stöðu hans – eða afsprengis hans undir nafni Bjartrar framtíðar – þegar gengið er til kosninga fjórum árum síðar. Fylgi flokka í sveitarstjórnarkosningum er kannski ekki raunhæfur mælikvarði á fylgi þeirra í alþingiskosningum, þar sem ákveðin málefni skipta oft meira máli en stjórnmálaskoðanir í vali á þeim sem í borgar- og bæjarstjórnum sitja, en engu að síður hlýtur staðan í skoðanakönnunum að vera ríkisstjórnarflokkunum áhyggjuefni. Ári eftir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningum til Alþingis mælist hann með á bilinu tveggja til þriggja prósenta fylgi í Reykjavík og þótt forystusauður listans, Óskar Bergsson, hafi stigið til hliðar og tekið á sig sökina á fylgisskortinum þá virðist ekki líklegt að nýr listi nái að hífa fylgið mikið upp, allra síst þar sem fullkomin óeining virðist ríkja innan flokksins um það hvernig hann eigi að vera skipaður. Það er ekki traustvekjandi fyrir kjósendur að korteri í kjördag standi enn yfir æðisgengin leit að frambærilegum kandídat til að leiða flokk forsætisráðherra í kosningum til borgarstjórnar. Í herbúðum Sjálfstæðismanna er ástandið heldur ekkert glæsilegt en kosningabarátta þeirra hefur verið nánast ósýnileg hinum almenna kjósenda og ekki líkur á að það breytist mikið á þessum fimm vikum. Þeir geta reiknað með sínu tuttugu og fimm prósenta fylgi og miðað við hversu lítið ber á frambjóðendum þeirra virðast þeir ekki einu sinni ætla að reyna að höfða til fleiri kjósenda. Það er einhver máttleysislegur uppgjafarbragur á allri framgöngu Sjálfstæðismanna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, enda alvarlegri mál að hafa áhyggjur af með stofnun nýs hægri flokks hangandi yfir hausamótunum flokksins. Það eru því allar líkur á að Reykvíkingar búi áfram við stjórn Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar næstu fjögur árin, enda bendir nákvæmlega ekkert til þess að meirihluti borgarbúa hafi áhuga á að breyta þeirri skipan mála. Það hlýtur að teljast nokkuð eindreginn sigur sprellframboðsins frá því fyrir fjórum árum og þeir sem hæst höfðu um hversu lélegt það grín væri sitja nú eftir með sárt ennið og eru sjálfir stærsti brandarinn. Það er nefnilega merkilegt hvað grínið er orðið alvarlegt og alvaran mikið grín.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi í þokkalegri upplausn.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar