Icesave

Fréttamynd

Kaldhæðnislegt að ekki megi leita sökudólga

Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir það kaldhæðnislegt að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vari við því að sökudólga yrði leitað, nú þegar Icesave hefur verið leitt til lykta.

Innlent
Fréttamynd

Sérfræðingur segir allt óvíst um skaðabótamál

Það er alls óvíst að Bretar og Hollendingar geti höfðað skaðabótamál gegn Íslendingum, jafnvel þótt EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið gegn EES samningnum í Icesave málinu.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna segir forsetann tefla djarft

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að forseti Íslands hafi á stundum teflt ansi djarft miðað við eðli forsetaembættisins. Hún telur að skýra þurfi betur þjóðaratkvæðagreiðslur og synjunarvald forseta en kemur fram í gildandi stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamannafundur forsetans í heild

Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave hafa gert þjóðinni kleift að endurheimta lýðræðislegt sjálfstraust sitt, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Afstaða Vigdísar vekur hörð viðbrögð meðal netverja

Yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttar, fyrrverandi forseta Íslands, um að hún styðji Icesave samninganna hefur valdið reiðibylgju meðal margra netverja. Í lauslegri yfirferð fréttastofu mátti finna fjölda athugasemda á bloggsíðum, á Facebook og í athugasemdum á fréttamiðlum. Þar er Vigdís meðal annars sögð ómarktæk vegna þeirra eftirlauna sem hún nýtur sem fyrrverandi forseti, að hún hafi lagt hundrað ára kvennabaráttu í rúst með ákvörðun sinni, að henni sé sama um komandi kynslóðir og þá segist kjósandi íhuga að brenna myndir sem hann á af sér með Vigdísi.

Innlent
Fréttamynd

Sigurjón Árnason segir nei

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, ætlar að greiða atkvæði gegn Icesave samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Hann telur að minni áhætta sé fólgin í því að segja nei frekar en já. Rætt er við Sigurjón á Dv.is.

Innlent
Fréttamynd

Vigdís Finnbogadóttir styður Icesave samninginn

"Ég hef ekki lagt í vana minn að lýsa afstöðu minni til umdeildra mála, en nú hefur mikill fjöldi fólks innt mig eftir skoðun minni á þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem nú fer í hönd. Mér er afar umhugað um framtíð þjóðarinnar og að vel athuguðu máli vil ég upplýsa að ég hef farið á kjörstað, vegna fjarveru næstu daga, og greitt atkvæði mitt með jáyrði, samningnum í vil,“ segir Vigdís Finnabogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tilkynningu til fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Icesave - Nei eða já: Það er spurningin

Þann 9. apríl næstkomandi munu Íslendingar kjósa um hvort að íslenska ríkið eigið að ábyrgjast greiðslur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á lágmarksinnstæðutryggingum sem nema rúmum 20.887 evrum á hvern Icesave reikning í Bretlandi og Hollandi. Eins og vel er þekkt stofnaði Landsbankinn internet reikninga í Bretlandi og Hollandi þegar önnur fjármögnun varð erfiðari. Nafnið á reikningum var tengt Íslandi til að nýta hið góða orðspor sem Ísland hafði.

Skoðun
Fréttamynd

Icesave með augum íslenskrar móður

Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir.

Skoðun
Fréttamynd

Áður en þú segir nei

Ágæti samborgari Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er hið æðsta og endanlega vald íslenska ríkisins í þínum höndum og annarra íslenskra kjósenda.

Skoðun
Fréttamynd

Nei á morgun framlengir líf ríkisstjórnarinnar

Undanfarna daga hef ég skrifað nokkrar greinar um hagfræðilega afleiðingar þess að segja Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Það er mín staðfasta trú að efnahagslegar afleiðingar þess geti orðið skelfilegar. Í dag ætla ég að skrifa um pólitíkina í því að segja nei.

Skoðun
Fréttamynd

Skynsamlegast að semja

Innistæðueigendur eru í senn mikilvægustu og minnst upplýstu viðskiptavinir fjármálakerfisins hverju sinni og enn fremur fjölmennasti hópurinn.

Skoðun
Fréttamynd

Við borgum ekki… og þó

Við borgum ekki skuldir óreiðumanna er grunntónninn í málflutningi þeirra sem hyggjast hafna Icesave-samkomulaginu þann 9. apríl.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.