Við borgum ekki… og þó Skúli Helgason skrifar 8. apríl 2011 07:00 Við borgum ekki skuldir óreiðumanna er grunntónninn í málflutningi þeirra sem hyggjast hafna Icesave-samkomulaginu þann 9. apríl. Þetta er að öllu leyti skiljanlegt sjónarmið enda vandfundinn sá einstaklingur sem brennur í skinninu að fá að greiða úr eigin vasa fórnarkostnað af óráðsíu bankamanna í aðdraganda fjármálahrunsins. En veruleikinn er mun flóknari en svo að valið standi um að borga skuldir óreiðumanna eða gera það ekki. Reyndar er það svo að þjóðin hefur verið að borga "skuldir“ óreiðumanna allar götur frá bankahruni, í formi verðbólgu, lægri launa, hærri skatta, niðurskurðar á útgjöldum til velferðar- og menntamála, hærri húsnæðislána, eiginfjárframlaga til endurreistra banka og svo mætti áfram telja. Allt eru þetta afleiðingar af skuldum óreiðumanna og reyndar afskiptaleysi stjórnvalda í kjölfar einkavæðingar bankanna, sem hrun bankakerfisins velti yfir á herðar þjóðarinnar. Og óreiðumennirnir voru víðar en í viðskiptabönkunum því einn hæsti reikningurinn sem þjóðin þarf nú að greiða tengist tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans vegna ábyrgðarlausrar "þjónustu“ hans við dauðadæmda banka mánuðina fyrir hrun. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessa hefur verið áætlaður 175 milljarðar króna. Því miður fáum við aldrei að kjósa þann reikning út úr heiminum. Hann er kominn til að vera. ValiðÁ laugardaginn stendur þjóðin hins vegar frammi fyrir afdrifaríku vali. Þá gefst kostur á því að velja á milli þess að samþykkja Icesave samkomulag sem felur einmitt í sér að óreiðumennirnir eða nánar tiltekið þrotabú Landsbankans greiðir stærstan hluta Icesave-skuldarinnar (líklega yfir 90%). Ríkissjóður ábyrgist afganginn sem skv. nýjasta mati gæti numið um 27 milljörðum króna á næstu fimm árum miðað við óbreyttar forsendur um gengi, greiðsluhraða úr þrotabúinu og mat á endurheimt eigna. Sú upphæð getur hækkað í rúmlega 100 milljarða eða lækkað niður í núll ef fyrrnefndar forsendur breytast verulega sbr. nýja útreikninga hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Hinn kostur kjósenda er að segja nei og þá bendir flest til þess að málið verði útkljáð fyrir dómstólum. Dómstólaleiðin myndi að líkindum kosta þjóðina margfalt hærri fjárhæðir, úr röðum andstæðinga samkomulagsins hafa heyrst tölur á borð við 140 milljarða króna en fulltrúar samninganefndar með Lárus Blöndal í fararbroddi hafa nefnt 400-700 milljarða króna ef allt fer á versta veg og jafnvel allt að 1100 milljarða. Dómstólaleiðin gæti líka skilað jákvæðri niðurstöðu þar sem málstaður Íslendinga yrði samþykktur um að ekki væri greiðsluskylda og útgjöldin því engin. Það eru að sönnu færri sérfræðingar en fleiri sem telja líklegt að Íslendingar vinni málið fyrir dómstólum en eina sem hægt er að fullyrða um niðurstöðu dómsmáls er að um hana ríkir óvissa. VissanEn eitt er víst – ef þjóðin segir nei við Icesave á laugardaginn þá verður kyrrstaða í íslensku hagkerfi næstu misserin, áframhaldandi atvinnuleysi á bilinu 8-9% ef að líkum lætur, lágt lánshæfismat íslenska ríkisins, skortur á erlendri fjárfestingu, lítill hagvöxtur – í einu orði sagt kreppa. Fórnarkostnaður þess að segja nei á laugardag í formi hærri vaxtagreiðslna, aukins atvinnuleysis og stöðnunar í efnahagslífi mun að líkindum hlaupa á 200-250 milljörðum króna á næstu fimm árum. Hagdeild ASÍ áætlar að ef núverandi áform um auknar fjárfestingar ganga eftir muni verðmætasköpun aukast um 119 milljarða á næstu þremur árum. Mikilvæg forsenda þessara fjárfestinga er greiður aðgangur að lánsfé en það er niðurstaða ASÍ að ef Icesave-deilan er óleyst verði erlendir lánsfjármarkaðir áfram lokaðir og verðmætasköpunin frestast sem því nemur. Áfram Ísland – já takk!Á laugardaginn fáum við sjaldgæft tækifæri til að kjósa minna atvinnuleysi, meiri hagvöxt, betri lánskjör, lægri ríkisútgjöld, minni óvissu um stöðu þjóðarbúsins. Já er ávísun á léttari byrðar almennings vegna skulda óreiðumanna í viðskiptabönkunum og Seðlabanka. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn og kjósa veginn til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Skúli Helgason Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun „Words are wind“ Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Words are wind“ skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Við borgum ekki skuldir óreiðumanna er grunntónninn í málflutningi þeirra sem hyggjast hafna Icesave-samkomulaginu þann 9. apríl. Þetta er að öllu leyti skiljanlegt sjónarmið enda vandfundinn sá einstaklingur sem brennur í skinninu að fá að greiða úr eigin vasa fórnarkostnað af óráðsíu bankamanna í aðdraganda fjármálahrunsins. En veruleikinn er mun flóknari en svo að valið standi um að borga skuldir óreiðumanna eða gera það ekki. Reyndar er það svo að þjóðin hefur verið að borga "skuldir“ óreiðumanna allar götur frá bankahruni, í formi verðbólgu, lægri launa, hærri skatta, niðurskurðar á útgjöldum til velferðar- og menntamála, hærri húsnæðislána, eiginfjárframlaga til endurreistra banka og svo mætti áfram telja. Allt eru þetta afleiðingar af skuldum óreiðumanna og reyndar afskiptaleysi stjórnvalda í kjölfar einkavæðingar bankanna, sem hrun bankakerfisins velti yfir á herðar þjóðarinnar. Og óreiðumennirnir voru víðar en í viðskiptabönkunum því einn hæsti reikningurinn sem þjóðin þarf nú að greiða tengist tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans vegna ábyrgðarlausrar "þjónustu“ hans við dauðadæmda banka mánuðina fyrir hrun. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessa hefur verið áætlaður 175 milljarðar króna. Því miður fáum við aldrei að kjósa þann reikning út úr heiminum. Hann er kominn til að vera. ValiðÁ laugardaginn stendur þjóðin hins vegar frammi fyrir afdrifaríku vali. Þá gefst kostur á því að velja á milli þess að samþykkja Icesave samkomulag sem felur einmitt í sér að óreiðumennirnir eða nánar tiltekið þrotabú Landsbankans greiðir stærstan hluta Icesave-skuldarinnar (líklega yfir 90%). Ríkissjóður ábyrgist afganginn sem skv. nýjasta mati gæti numið um 27 milljörðum króna á næstu fimm árum miðað við óbreyttar forsendur um gengi, greiðsluhraða úr þrotabúinu og mat á endurheimt eigna. Sú upphæð getur hækkað í rúmlega 100 milljarða eða lækkað niður í núll ef fyrrnefndar forsendur breytast verulega sbr. nýja útreikninga hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Hinn kostur kjósenda er að segja nei og þá bendir flest til þess að málið verði útkljáð fyrir dómstólum. Dómstólaleiðin myndi að líkindum kosta þjóðina margfalt hærri fjárhæðir, úr röðum andstæðinga samkomulagsins hafa heyrst tölur á borð við 140 milljarða króna en fulltrúar samninganefndar með Lárus Blöndal í fararbroddi hafa nefnt 400-700 milljarða króna ef allt fer á versta veg og jafnvel allt að 1100 milljarða. Dómstólaleiðin gæti líka skilað jákvæðri niðurstöðu þar sem málstaður Íslendinga yrði samþykktur um að ekki væri greiðsluskylda og útgjöldin því engin. Það eru að sönnu færri sérfræðingar en fleiri sem telja líklegt að Íslendingar vinni málið fyrir dómstólum en eina sem hægt er að fullyrða um niðurstöðu dómsmáls er að um hana ríkir óvissa. VissanEn eitt er víst – ef þjóðin segir nei við Icesave á laugardaginn þá verður kyrrstaða í íslensku hagkerfi næstu misserin, áframhaldandi atvinnuleysi á bilinu 8-9% ef að líkum lætur, lágt lánshæfismat íslenska ríkisins, skortur á erlendri fjárfestingu, lítill hagvöxtur – í einu orði sagt kreppa. Fórnarkostnaður þess að segja nei á laugardag í formi hærri vaxtagreiðslna, aukins atvinnuleysis og stöðnunar í efnahagslífi mun að líkindum hlaupa á 200-250 milljörðum króna á næstu fimm árum. Hagdeild ASÍ áætlar að ef núverandi áform um auknar fjárfestingar ganga eftir muni verðmætasköpun aukast um 119 milljarða á næstu þremur árum. Mikilvæg forsenda þessara fjárfestinga er greiður aðgangur að lánsfé en það er niðurstaða ASÍ að ef Icesave-deilan er óleyst verði erlendir lánsfjármarkaðir áfram lokaðir og verðmætasköpunin frestast sem því nemur. Áfram Ísland – já takk!Á laugardaginn fáum við sjaldgæft tækifæri til að kjósa minna atvinnuleysi, meiri hagvöxt, betri lánskjör, lægri ríkisútgjöld, minni óvissu um stöðu þjóðarbúsins. Já er ávísun á léttari byrðar almennings vegna skulda óreiðumanna í viðskiptabönkunum og Seðlabanka. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn og kjósa veginn til framtíðar.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun