Skoðun

Nei við Icesave

Júlíus Valdimarsson og Metúsalem Þórisson skrifar
Elda og Methúsalem Þórisson Café D´Haiti, jarðskjálfti á Haití,
Að segja já eða nei við Icesave er spurningin um það hvort við ætlum að festa það í sessi í sögunni að almenningur taki ábyrgð á klúðri fjárglæframanna og þeirra sem féllu fyrir þeirra gylliboðum. Við svörum þessari spurningu neitandi. Með því að samþykkja að ábyrgjast svik og glæpi sem við höfum ekki tekið þátt í sendum við röng skilaboð út í samfélag okkar og stuðlum að enn meiri glæpum fjármálamanna og þátttöku gróðasækinna í þeim.



Sendum bönkunum þau skilaboð að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á sínu glæfraspili. Sendum þátttakendum í fjárhættuspili bankanna þau skilaboð að þeir geri það á eigin ábyrgð. Sendum stjórnvöldum þau skilaboð að hætta að styðja fársjúkt banka- og fjármálakerfi og snúa sér að því að byggja upp banka sem þjónusta almenning en ræna ekki. Sendum þau skilaboð til komandi kynslóða að það sé ljótt að stela og svíkja og að varast beri gylliboð hættulegra fjárglæframanna, jafnvel þótt þeir auglýsi sig fagurlega.



Þess vegna segjum við:

Nei við Icesave.

Nei við ofvöxnum bólubönkum.

Nei við fjársjúku fjármálakerfi.

Já við ofbeldislausri byltingu almennings og mennskri framtíð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×