Einar Már Jónsson

Fréttamynd

Einar Már Jónsson: Radísurnar

Í almennum ritum um sögu Frakklands á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar greinir frá því að þá var andúð á lýðræði útbreidd í landinu, uppivöðslusamir flokkar geystust um með hávaða og látum, haldnir voru mótmælafundir sem lyktaði stundum með óeirðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilagur Glinglinus

Í ýmsum tungumálum eru til orð og orðtæki sem merkja einhvern óákveðinn og óljósan tíma sem er einhvers staðar afskaplega langt í burtu. Í íslensku er t.d. talað um það ár þegar jólin ber upp á páska.

Fastir pennar
Fréttamynd

Líkamsárásin

Þetta gerðist fyrir skömmu í framhaldsskóla í úthverfi skammt fyrir vestan París. Kennslukonan ætlaði að fara að tala við bekkinn um gamanleiki og slíkt, en þá datt henni í hug að spyrja nemendurna um það hvað þeim fyndist sjálfum vera fyndið, hvers konar gamansögur þeir segðu sín á milli. Nemendurnir urðu hissa andartak, litu hver á annan, og sögðu svo allir einum rómi: „Jússef, segðu nú eina sögu!" Jússef hikaði og lét ganga á eftir sér, en svo kom sagan:

Fastir pennar
Fréttamynd

Barónessan

Ekki var laust við að Frakkar móðguðust fyrir sína hönd og Zapateros, forsætisráðherra Spánar, þegar tilkynnt var að Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlaði að heiðra einhverja mikla Evrópumessu í Madrid í vor með fjarveru sinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vúddú

Franskir blaðamenn, sem eru öllum hnútum kunnugir, sögðu nýlega frá því í fréttum að eftir jarðskjálftann í Haítí hafi vúddú-særingar, sem þar eru landlægar, mjög svo færst í aukana. Einn þeirra hafði viðtal við „hougan" nokkurn, en svo eru vúddú-prestar nefndir þar í landi, sem taldi augljóst að andarnir hefðu vitað fyrir um hamfarirnar. Viku fyrir þær hefði hann haldið mikla serimoníu með bænasöng og bumbuslætti ásamt með fleiri prestum í „potomitan" eða hofi, og þá hefðu andarnir að vísu mætt eins og búist var við en verið eitthvað undarlegir, hvorki viljað borða né tala heldur einungis grátið. Jafnvel guðinn Ogou, sem er venjulega svo kátur og reifur, hefði ekki sagt eitt aukatekið orð. Greinilegt var að eitthvað skelfilegt var í aðsigi, þótt menn skildu það ekki þá. Öll þessi guðfræði er hvítum Vesturlandabúum framandi, en hins vegar þekkja þeir aðra hlið á vúddú-kukli, - neikvæðu hliðina þegar særingamenn búa til dúkku af fjandmanni sínum og stinga í hana nálum til að ljósta hann sjálfan einhverjum kaunum og pestum. Dúkkur af því tagi hafa jafnvel verið til sölu í verslunum í París, m.a. í líki Sarkozys, og fylgja nálarnar með.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í frumskógum Afríku

Góðkunningi minn, píanóleikari, gítarleikari, tónlistarkennari, lagasmiður, söngvari og teiknari með meiru, varð nýlega fyrir undarlegri reynslu. Hann var að borða morgunmat í ró og næði þar sem hann býr í úthverfi Parísar, þegar nokkrir lögregluþjónar, gráir fyrir járnum, knúðu dyra og sögðu að fjölskylda hans hefði verið að reyna að hafa samband við hann en án árangurs og því farin að fá áhyggjur þungar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tónleikarnir

Sú virðist vera bjargföst sannfæring franskra kvikmyndagagnrýnenda, að kvikmyndir eigi að fjalla um ungt fólk, helst unglinga sem góna út í loftið, segja öðru hverju einsatkvæðisorð og hlæja þess á milli innsogshlátrinum; það sé í rauninni eina verðuga verkefni kvikmyndahöfunda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Misheppnun

Járnlafðin á einhverju sinni að hafa sagt af sinni alkunnri góðmennsku, að hver sá maður sem sé að nálgast þrítugsaldur og fari til vinnu sinnar í almenningsvagni - en ekki í einhverri tryllikerru sem kostar morð fjár - sé í hennar augum „misheppnaður". Á Íslandi, þar sem stjórnvöld hafa nú áratugum saman reynt með góðum árangri að venja fólk af þeim ósið að nota almenningsvagna, hlýtur viðmiðunin að sjálfsögðu að vera með öðrum hætti, og í þá átt gengur þróunin sennilega líka annars staðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Norður og niður

Í sínum stjórnmálafræðum hafa Frakkar hugtak sem ekki er laust við að hljómi líkt og mótsögn, og þó reynist það oft notadrjúgt til að varpa ljósi inn í myrkrið þar sem þjóðmálaskúmarnir eru á flögri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kjötkrókurinn

Í haust fór ég eins og stundum áður á hátíð franska blaðsins L"Humanité, sem er e.k. „þjóðhátíð" franskra kommúnista og haldin árlega í úthverfi fyrir norðan París. Allt var þar með gamalkunnum hætti, í tjaldbúðinni voru veitingastaðir með alls kyns sérréttum, verslanir af hinu fjölbreyttasta tagi, salir fyrir umræður og svo höfðu tónlistarmenn komið sér fyrir hér og þar með pípur sínar, bumbur o.fl. Ég horfði á flamenco-dans meðan ég borðaði, hlýddi á Múhameðstrúar-rapp, mætti risastórri brúðu í líki ljóshærðrar konu sem dansaði, enda maður falinn undir pilsinu, keypti ólífuolíusápur í búð Palestínumanna, og leit inn á umræðufund þar sem verið var að tala um Evrópusambandið: „Það hefur ákveðnu hlutverki að gegna," sagði ræðumaður, „og ef það gegnir því ekki eiga Frakkar að segja sig úr því."

Fastir pennar
Fréttamynd

Áætlunin „Next“

Um miðjan september batt kona ein sem starfaði hjá franska símafyrirtækinu France Télécom enda á sína ævidaga með því að stökkva út um glugga á skrifstofu sinni á fjórðu hæð í aðalstöðvum fyrirtækisins í París.

Fastir pennar
Fréttamynd

Millibilsástand

Ég hef áður sagt frá því hvernig nýjar starfsgreinar fara nú að blómstra á þessum krepputímum og afsanna það svartagallsraus andstæðinga frjálshyggjunnar að menn þurfi að verða atvinnulausir ef þeim er sagt upp á einum stað. Nefndi ég sem dæmi hina nýju leigubíla sem ætlaðir eru konum einum og gera ekki síst út á þann nýja markað sem olíufurstafrúr og -dætur frá Austurlöndum mynda þegar þær koma í innkaupaferð til Parísar. Önnur stétt manna hefur einnig skotið upp kollinum að undanförnu, þeir kalla sig hljómmiklu en ákaflega sakleysislegu nafni sem því miður er ekki hægt að þýða á íslensku án þess að úr því verði dálítið klúður: þeir eru sem sé „stjórnendur millibilsástands" En öfugt við hinar rósrauðu bílstýrur, sem hafa ekkert á móti því að um starf þeirra sé fjallað í fjölmiðlum, láta þeir lítið á sér bera og forðast sem mest að vera í sviðsljósinu. Best er að sem fæstir viti um þá aðrir en þeir sem ráða þá til vinnu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tilraunir

Hinn 18. ágúst 1634 var Urbain Grandier, prestur í bænum Loudun í Frakklandi, brenndur á báli fyrir galdra. Nunnur í klaustri þar í bæ höfðu tekið upp á þeim sið að hoppa fram og aftur með hinum afkáralegustu tilburðum, æpandi „ríddu mér“ og fleira í þeim dúr, og var prestinum gefið að sök að hafa ært þær með gjörningum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bifvélavirkinn

Þegar þess var minnst með pompi og prakt í júní síðastliðnum að sextíu og fimm ár voru liðin síðan innrásin var gerð í Normandí vakti það athygli að Sarkozy Frakklandsforseti skyldi einungis bjóða Obama, forseta Bandaríkjanna, til hátíðahaldanna en láta alveg undir höfuð leggjast að bjóða Elísabetu Englandsdrottningu. Um það varð þó ekki deilt að Englendingar áttu mjög stóran þátt í innrásinni ásamt Bandaríkjamönnum, bæði í undirbúningi hennar, sem fór fram að verulegu leyti í Englandi, í landgöngunni sjálfri og sókninni inn í meginland Evrópu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ábyrgð

Svo virðist sem ýmsir velti því nú fyrir sér, svona í og með, hvort einhver raunhæf rannsókn fari fram á því hverjir kunni að vera sökudólgar í „bankahruninu svokallaða“ á Íslandi (svo notað sé orðalag lögfræðinga), eða hvort einungis sé verið að syngja þjóðinni hugljúfar vögguvísur um rannsókn, meðan beðið sé eftir tækifæri til að lýsa því yfir að hvergi hafi fundist nein gögn um að nokkurt saknæmt athæfi hafi verið framið, enginn hafi í rauninni gert nokkurn skapaðan hlut af sér nema Jón Jónsson verkamaður sem tók sér lán til að kaupa flatskjá og gat ekki borgað það.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á eyrinni

Ef menn áttu leið á Ráðhús­torgið í París í vor mætti augum þeirra undarleg sýn: þar gekk hópur manna hring eftir hring, án afláts bæði dag og nótt.

Skoðun
Fréttamynd

Tveir sköllóttir

Fyrri hluta dags þegar Evrópukosningarnar svokölluðu stóðu yfir leit ég inn í kjördeild í París, og var þar eyðilegt um að lítast. Þegar mjög illa er mætt á einhverjum stað segja Frakkar gjarnan í niðrandi tón að þangað hafi ekki komið nema „tveir sköllóttir og þrír snoðaðir"; það eru þó allavega fimm manns samtals, en í kjördeildinni voru ekki nema þessir tveir sköllóttu komnir til að kjósa, annar á leiðinni út og hinn á leiðinni inn. Þá þótti mér sýnt að þátttakan í þessum kosningum myndi ekki verða yfirmáta mikil, og þó höfðu franskir fjölmiðlar ekkert til þess sparað dagana og vikurnar á undan til að koma þeirri hugmynd inn hjá kjósendum að Evrópuþingið væri lífsnauðsynleg stofnun, þar réðust örlög alheims og veraldarheill væri undir því komin að allir greiddu atkvæði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krókódíllinn

Einhvern tíma í janúar upplauk Brice Hortefeux, félagsmálaráðherra Frakklands, upp sínum stóra túla og mælti þá orð sem um leið urðu fleyg: „Maður móðgar ekki krókódílinn áður en hann fer yfir fljótið." Þessu til skýringar er rétt að geta þess, að áður en Brice Hortefeux fékk þá stöðu sem hann gegnir nú var hann um skeið innflytjendaráðherra frönsku stjórnarinnar og lærði þá langar runur af spakmælum og orðskviðum upprunnum úr hinni svörtustu Afríku. Hefur hann þennan vísdóm frá Suðurálfu nú á hraðbergi við öll tækifæri og er þetta nokkuð merkilegt dæmi um það hvernig stjórnmálamenn geta lært af erfiðri reynslu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sú eina

Á Íslandi hafa menn oft spurt mig hvernig franskir fjölmiðlar fjalli um ástandið á skerinu, um bankahrunið, kreppuna og allt það sem siglt hefur í kjölfar hennar, og hvernig þeim liggi yfirleitt orð til Mörlandans; eru þessar spurningar jafnan bornar fram með miklum áhyggjutón og titringi í röddinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjálmar og skildir

Þegar ég fylgist úr mikilli fjarlægð með sjónvarpsfréttum af þeim undarlegu tíðindum sem hafa verið að gerast í hjarta Reykjavíkur síðustu daga, finnst mér þarna blasa við nokkuð kunnugleg sýn.

Fastir pennar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.