Gerður Kristný

Fréttamynd

Ekki bara róló

Í tíu ár bjó ég á Sólvallagötu. Þegar ég flutti þangað voru fjórar verslanir í nágrenninu; lítil matvörubúð á horni Bræðraborgarstígs og Ásvallagötu og önnur á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu.

Bakþankar
Fréttamynd

Sælla er að gefa en að henda

Það er gaman að fara með föt í Rauða kross-gáminn í Sorpu. Þangað hef ég gefið flíkur í gegnum tíðina í þeirri von að kátir menntaskólanemar eigi eftir hnjóta um þau í litlu Rauða kross-búðinni á Laugaveginum og finnast þau of hlægileg til að geta látið eiga sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Einu sinni var...

Frönsku þættirnir Einu sinni var... voru skemmtilegir. Þar birtust Fróði og félagar og sögðu frá því sem drifið hafði á daga jarðarinnar og íbúa hennar frá árdögum. Ekki var látið staðar numið í nútímanum því síðustu þættirnir veittu innsýn í framtíðina. Þá voru þetta tómar getgátur en nú er greinilegt að í þeim mátti finna sannleikskorn því að undanförnu hefur mér virst sem við værum einmitt stödd í þessum síðustu þáttum Einu sinni var ...

Bakþankar
Fréttamynd

Uppi á stól stendur mín Anna

Í ár varð óvenjulítið fár í fjölmiðlum vegna jólastressins eins og oft hefur hent á aðventunni. Þess í stað fjölluðu fjölmiðlar fagmannlega um jóladrykkju og jólaþunglyndi sem eyðilagt hafa hátíðina fyrir mörgu barninu. Fyrir flesta er aðventan samt sem betur fer alltaf jafnnotaleg.

Bakþankar
Fréttamynd

Bjartsýnis-femínismi

Ég á vinkonu sem ég öfunda stundum. Það er ekki aðeins vegna þess hvað hún er klár og skemmtileg, heldur hefur hún tamið sér að láta kvenfyrirlitningu eða kynjamisrétti aldrei ergja sig. Samt er hún yfirlýstur femínisti. Þegar hún verður vör við að körlum finnist konur ekki þess virði að njóta sömu réttinda og þeir hugsar hún bara með sér: „Karlveldið í dauðateygjunum." Og samstundis tekur gleðin að flæða um æðar hennar.

Bakþankar
Fréttamynd

Vilja bara kjánar gleðja börnin sín?

Fyrir stuttu sagði fréttastofa Ríkissjónvarpsins frá því að ný dótabúð hefði verið opnuð í Garðabænum. Það er viðeigandi staðsetning, enda hefur krúttlegi klukkuturninn við aðalverslunarkjarnann þar alltaf minnt mig á eitthvað úr Legolandi – varla að ég hafi þorað að taka mark á þessari klukku.

Bakþankar
Fréttamynd

Sögur eru dýrmætar

Sjaldan hefur jólabókaflóðið farið af stað með öðrum eins látum og nú í ár. Fyrst rak nýja Biblíuþýðingu á fjörur þjóðarinnar. Á meðan sumir fögnuðu henni stóð það í öðrum að hið heilaga orð væri ekki heilagra en svo að mætti skipta stöku hugtökum út fyrir önnur nútímalegri. Það getur greinilega verið sárt að mega ekki tala lengur um „kynvillinga“ eða hvað það nú var sem einstaka presti finnst svona mikill missir að.

Bakþankar
Fréttamynd

Blóm hins illa

Síðustu helgi fóru fjölmiðlar mikinn í umfjöllun um þann kvitt að knattspyrnukonur hefðu tekið sig saman um að kjósa ekki Margréti Láru Viðarsdóttur úr Val Leikmann ársins.

Bakþankar
Fréttamynd

„…deyr líka kvenveski lúið“

Þetta gerðist allt svo hratt. Skyndilega fannst fólki sjálfsagt að segja: „Ég er góð/ur" í staðinn fyrir „sama og þegið" eða „nei, takk". Mánaðarheiti voru skrifuð með stórum staf og engin ástæða þótti lengur til að þýða nöfn kvikmynda eða sjónvarpsþátta. Dansverk hétu nær undantekningarlaust enskum nöfnum. Engar mótbárur heyrðust.

Bakþankar
Fréttamynd

Virðið fyrir ykkur útsýnið

Þá er það komið á hreint. Íslenskir rithöfundar eru karlmenn. Í báðum tilvikunum sem blaðamenn sáu ástæðu til að falast eftir áliti rithöfunda á nýyfirstaðinni sameiningu Máls og menningar og JPV-útgáfu var að minnsta kosti bara leitað til karlmanna.

Bakþankar
Fréttamynd

Fréttir af Eklu Mist

Á miðvikudagskvöldið sagði Sigríður Björnsdóttir Hagalín, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, frá mikilli eymd sem sumir einstæðir foreldar búa við hér á landi. Ekki það að það séu alveg nýjar fréttir því eins og fjölmiðlar benda á hvert haust er þetta líka hópurinn sem fer verst út úr dagmömmueklunni sem og þegar pláss skortir á leikskólum eða í dægradvöl.

Bakþankar
Fréttamynd

Jag och min kändis

Ég var að bíða eftir flugi frá Gotlandi þegar ég kom auga á hann. Fyrst horfði ég bara og velti því fyrir mér hvort þetta væri örugglega hann. Ég lét augun hvarfla yfir á aðra farþega og leit svo aftur á hann. Jú, í samanburði við hina var þetta Nikolaj Lie Kaas, fyrsti leikarinn til að fá þrenn Bodil-verðlaun fyrir þrítugt og lék m.a. í Idioterne.

Bakþankar
Fréttamynd

Englar eru bestu skinn

Norska prinsessan Marta Lovísa kom þjóð sinni heldur betur á óvart í sumar þegar hún sagðist geta séð engla. Hún hafði gert það gott sem knapi, sjúkraþjálfari og barnabókahöfundur en þessu áttu Norðmenn ekki von á frá henni. Þegar Marta Lovísa opnaði síðan skóla til að kenna öðrum að sjá engla, þessar tindilfættu verur, var Norðmönnum nóg boðið.

Bakþankar
Fréttamynd

Jag är döden

Íbúar Fårø voru vanir að svara upp í tunglið þegar aðkomufólk spurði hvar Ingmar Bergman byggi. „Annars hefði hann aldrei fengið frið," segir leigubílstjórinn sem ekur mér norður eftir eyjunni. Á svona degi er hægur vandi að átta sig á því hvers vegna leikstjórinn hreiðraði hér um sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Megavika kirkjunnar

Mér fannst gaman að ganga til prestsins. Frásagnirnar voru mér ekki framandi, enda hafði ég sótt sunnudagaskóla í marga vetur. Eftir fermingu hélt ég áfram að velta Guði fyrir mér en aldrei tókst mér samt að finna eirð í mínum beinum í messu.

Bakþankar
Fréttamynd

Eru ekki allir í stuði?

Í síðustu viku fór ég með tveggja ára gamlan son minn til Kaupmannahafnar til að sýna honum Tívolíið og dýragarðinn. Þegar ég velti framtíðinni fyrir mér sé ég alltaf fyrir mér hvað við eigum eftir að ferðast mikið saman. Ég myndi til að mynda bjóða honum á Hróarskelduhátíðina þegar hann fermdist. Þangað fór ég fyrir sjö árum og sá meðal annars Travis, Kent, Willy Nelson og Moloko.

Bakþankar
Fréttamynd

Ríkar stelpur stuða

Þegar ég vann á vikublaði spurði ég eitt sinn kollega minn hvort honum þætti eðlilegt að þegar hann skrifaði um karla í nýjum samböndum segði hann að þeir væru „komnir með nýja upp á arminn“ en þegar konur byrjuðu með nýjum manni fylgdi alltaf sögunni að þær væru „lausgyrtar“.

Bakþankar
Fréttamynd

Kynjasögur Egils

Það hljóp á snærið hjá blöðunum í síðustu viku þegar skarst í odda á milli Egils Helgasonar og Ara Edwald. Ekki sáu þau ástæðu til að fá hlutlausan lögfræðing til að rýna í tölvupóstsamskipti þeirra - svona rétt til að fræða almenning á því hvað stenst lög - heldur létu þá um að skattyrðast. Egill brá sér síðan í helgarviðtal til Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Blaðinu þar sem hann útlistar það sem bíður hans á Ríkissjónvarpinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Rétta andlitið

Fyrir alþingiskosningarnar virtist sem stjórnmálamönnum þætti öruggt að atkvæðin skiluðu sér ef börnum væntanlegra kjósenda væri boðið upp á andlitsmálningu. Að minnsta kosti sá ég ekki betur en að þetta föndur væri auglýst á næstum hverri einustu fjölskylduskemmtun sem flokkarnir buðu upp á í kosningabaráttunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Risessa tryllir borgarbúa

Ekki man ég eftir viðlíka stemningu í höfuðborginni og þegar grænklædda risessan leið um stræti og torg með föður sinn í eftirdragi. Mikið var gaman. Svona á Listahátíð í Reykjavík að vera. Hún á nefnilega ekki aðeins að fara fram í tónleikasölum eða leikhúsum heldur teygja sig um götur borgarinnar og sinna börnunum ekki síður en þeim fullorðnu.

Bakþankar
Fréttamynd

Hrópandinn í reiðimörkinni

Á laugardaginn stóð í Fréttablaðinu að kominn væri út bókaflokkur undir dulnefni. Sagt var að um „hálfgerðar sjoppubókmenntir" væri að ræða og nokkrir hugsanlegir höfundar nefndir. Þó var talið líklegast að ég væri sá rétti „í ljósi þess að svipaða sýn á fjölmiðla má finna í síðustu skáldsögu hennar".

Bakþankar
Fréttamynd

Allir með strætó

Reykjavíkurborg hefur kynnt vistvæna stefnu. Það á að taka umhverfismálin í gegn til dæmis með því að útbúa náttúrusvæði til útikennslu í öllum hverfum, breikka göngu- og hjólreiðastíga og bæta skilyrði til fuglalífs og fuglaskoðunar í Vatnsmýri og á Tjörninni.

Bakþankar
Fréttamynd

,,En nú tókst henni það"

Þegar ég var ritstjóri Mannlífs hringdi til mín kona sem hafði verið misnotuð af bróður sínum frá 6 til 14 ára aldurs. Oftast þegar konur sem orðið hafa fyrir þess háttar ofbeldi birtast í fjölmiðlum eru þær sterkar og fastar fyrir en þessi var það ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Krækt í Kvennaskólapíu

Þegar ég var krakki voru sýndar afar óhugnanlegar myndir um skaðsemi reykinga í niðurgröfnum bíósal Álftamýrarskóla þar sem fólk, hægfara sem hemúlar, dró á eftir sér súrefniskúta á milli þess sem það var ambúterað. Ég vissi að hvorugt myndi auðvelda mér lífið og lét því sígaretturnar eiga sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Ráðast gaddaskötur bara á merkilega menn?

Í síðustu viku kom upp sérkennileg deila á Morgunblaðinu sem þrír blaðamenn þar á bæ flæktust inn í. Upphafið má rekja til greinar sem einn þeirra skrifaði um lát fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith og birtist undir fyrirsögninni Dauðinn og stúlkan.

Bakþankar