Páll Baldvin Baldvinsson

Fréttamynd

Forvarnarvinna íþróttafélaga

Í ljósi þess að yngsti maðurinn á heimilinu er genginn knattspyrnutrúnni á hönd og hugsar ekki um annað en fótbolta, æfir sig með blöðru í stofunni og með bolta þar sem pláss gefst, þá er eðlilegt að maður hafi nokkrar áhyggjur af Knattspyrnusamsambandinu. Er þetta sá félagsskapur sem maður vill að sjö ára peyi tengist sterkum böndum?

Bakþankar
Fréttamynd

Nýr staður brýnn

Menn segja nú þegar lífeyrissjóðir ætla að fjármagna risaframkvæmd Landspítalans í sunnanverðum Þingholtum að það sé of seint að huga að nýju staðarvali fyrir húsaflæmið. En það er ekki of seint:

Fastir pennar
Fréttamynd

Krúttípúttípútt

Þær slógu hring um eina kynsystur sína sem var með afkvæmi sitt á handleggnum, krakka sem átti samkvæmt stærð að geta staðið á eigin fótum, en horfði nú í forundran á hópinn í kringum sig. Móðirin var státin yfir fríðu barninu og lokkaprúðu en þaðan sem ég stóð og virti fyrir mér útstillingu í verslunarglugga mátti heyra hljóðin.

Bakþankar
Fréttamynd

Brýn réttarbót

Í vikunni var í þriðja sinn umræða á Alþingi um breytingar á kosningafyrirkomulagi: dómsmálaráðherrann mælti fyrir frumvörpum um bætt lýðræði í kosningum til sveitarstjórna og Alþingis. Kjósendur raði frambjóðendum þess lista sem þeir hyggjast kjósa. Umræðan er komin í gang í þriðja sinn á rétt sex mánuðum og enn geta sumir þingmenn ekki gert upp hug sinn. Það eru aum gagnrök að verði af séu prófkjörsmál sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi í uppnámi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hið opinbera þandist út og svo…

Sá sem hefur vanið sig í langan tíma á eyðslu umfram efni á oft bágt með að breyta hegðun sinna. Hann er orðinn værukær og allir kringum hann eru orðnir góðu vanir. Menn kunna sér ekki hóf. Þannig er nú komið fyrir íslenska ríkinu, stjórnsýslunni, hinu opinbera, hvað sem við viljum kalla embættismannakerfið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Myndskreyttir menn

„Eigum við ekki að fara í lagningu?“ spurði hann því framundan var boð með skemmtilegum konum og við áttum bara að vera tveir þótt sá þriðji bættist reyndar í hópinn. Ég svaraði: „Jú, og kantskurð og vax.“ Svarið kom hratt: „Brasilískt?“

Bakþankar
Fréttamynd

Réttlæti þeirra ríku og voldugu

Embættismaður liggur undir grun um að hafa nýtt sér trúnaðarupplýsingar til að bjarga eigin skinni með sölu á hlutabréfum í banka. Hann er viðfangsefni í opinberri umræðu og sætir nú öðru sinni opinberri rannsókn grunaður um innherjaviðskipti. Hann situr sem fastast og þverneitar að láta af störfum þótt almenn réttlætiskennd boði að honum verði vikið tímabundið úr starfi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlátur í huga

Ég er að hugsa um að fara á hlátursnámskeið," sagði hann ákveðinn og svipti skyrtu út úr skápnum. Honum var greinilega enginn hlátur í hug. "Ókei," sagði ég. "Þarftu þess?" Hann sneri sér að mér grafalvarlegur á svip og sagði dimmum rómi: "Þetta er sko ekkert djók lengur." Það mátti alveg samsinna því. Maðurinn var enn blár eftir tuttugu kílómetra á belti, sturtan hafði ekkert náð honum niður, og nú var hann tekinn að klæða sig með snörpum handtökum.

Bakþankar
Fréttamynd

Langavitleysan

Rökin fyrir uppbyggingu nýrra álvera á Bakka við Húsavík og í Helguvík á Vatnsleysuströnd eru vel kunn: landkostir okkar til framleiðslu rafmagns eru slíkir að við eigum ekki að láta strauminn, vatnsafl eða gufu, líða hjá án þess að virkja. Það er í fyrsta lagi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þar spretta laukar

Í hrakveðursrigningu verður maður að manna sig upp og fara út og ganga frá laukabeðunum. Reyndar er ekki nema hálft beð eftir: snemma í ágúst var drifinn mannskapur í að hreinsa fallna stöngla ofan af og stinga laukana undir upp, grisja, henda skemmdum laukum, hreinsa þá sæmilega stóra af hismi og örverpum og smáhýðum sem voru að vaxa af rótinni. Þá líður manni eins og farandverkamanni á laukagarði í Niðurlöndum. Utan hendurnar eru ekki útataðar í sterafullum og áburðarsjúkum jarðvegi, heldur bara íslenskri moldardrullu.

Bakþankar
Fréttamynd

Örlög Moggans

Ritstjórinn á Morgunblaðinu, Ólafur Stephensen, hefur látið af störfum sökum þess að skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi er nýjum eigendum blaðsins ekki að skapi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grunur, rannsókn, dómur og typt

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, kallar ný saksóknaraembætti til að rannsaka og ákæra menn grunaða um lögbrot „ambögu“ og „skipulagslega órökrétt“ og lýsir vantrú sinni á það fyrirkomulag að stofna og styrkja myndarlega ný saksóknaraembætti: það valdi skörun á viðfangsefnum og rugli í rannsóknum á sakamálum. Gagnrýni Helga er málefnaleg: það er ekki trúverðugt að á sama tíma og skorið sé „myndarlega“ niður í rannsóknardeildum efnahagsbrota sé hlaupið til og fjármunum ausið í sérstaka saksóknara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sáningamaðurinn

Nú fer brátt í hönd tími fræsöfnunar hjá okkur sem höfum áhuga á svoleiðis föndri. Síðustu daga hefur maður haft augun hjá sér og skimað hvernig ástand er á plöntum sem eru teknar að sölna, hvort ekki sé kominn tími á að leggjast í gripdeildir. Þannig er eldliljutíminn við það að hefjast hjá mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Okkar menn í ströngu

Í dag kl. fimm gengur íslenskt landslið í fyrsta sinn inn á lokamót um Evrópumeistaratitil í knattspyrnu. Íslenska landsliðið hefur þátttöku sína í dag með baráttu við lið Frakka í einum þriggja riðla keppninnar. Okkar menn eru í firnasterkum riðli og verður gaman að sjá hvert gengi okkar manna verður. Nú er að standa í lappirnar og leika af þori og djörfung og njóta þessa áfanga sem íslensk knattspyrna hefur loks náð. Franska liðið er sterkt og að baki því eru miklir kraftar: fjármagn, gott úrval keppnisliða, stórþjóð sem er heimskunn fyrir ákafa sinn og atvinnumennsku í knattspyrnu. Okkar menn hafa af seiglu og þolgæði náð þó þetta langt og eru til alls vísir, láti þeir ekki ofureflið að baki franska liðinu draga úr sér kjarkinn. Svona langt hefur íslensk knattspyrna náð á rúmri öld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ertu búinn í bæinn?

Maður er manns gaman, sögðu gömlu mennirnir. Í dag koma borgarbúar saman á torgum og strætum höfuðstaðarins, Menningarnótt blasir við með öllum sínum uppákomum og furðum. Dagurinn verður langur og endar í ljósadýrð á hausthimninum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í jaðri þjónustusvæðis

Við tókum strax eftir honum. Stelpurnar voru fyrri til og brátt var öll hersingin farin að fylgjast með manninum, sá ákafasti dró upp sjónauka til að kíkja á hann. Atferlisrannsóknir var þessi gægjuþörf kölluð enda maðurinn snöggt undir miðjum aldri sérkennilegur í háttum þar sem hann stjáklaði fram og til baka eftir nokkuð langri göngulínu og vék sér stundum út af línunni snöggt eins og hann væri að missa af einhverju þarna á sandinum.

Bakþankar
Fréttamynd

Uppnám í vali nemenda

Hún er æf, móðirin. Faðirinn tekur þessu létt. Krakkinn er í losti. Það er búið að berja á allar dyr og svörin eru blandin. Alla vega kemst krakkinn ekki í Versló og heldur ekki í MR eða Kvennó. Ármúlinn blasir við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjandskapur við skriðsóley

Umhverfis grösin er sprottið þétt fagurgrænt teppi af arfa. Kræklurnar standa uppúr teppinu en undir er einhver tegund sem ég ber ekki kennsl á. Þar í bland sé ég fornan fjanda minn í garðrækt, skriðsóleyjaranga. Í jaðrinu eru gott ef ekki er njólablöð. Ofar öllu eru mín glæstu kartöflugrös. Stæðileg og fönguleg liggja þau í brúskum ofan á illgresinu sem er svo þétt í smágervðri rótinni að stinga má fingrum undir teppið og svopta ví burtu með einu handtaki svo lófastórt gat verður eftir í grænni voðinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Íran/Ísland

Hálfa leið um hnöttinn reis fólk úr rekkju í morgun eftir órólega nótt. Gærdaginn var mótmælt á götum. Lögregla hefur farið um götur og hús, leitað nafntogaða menn uppi og fangelsað með hörkulegum hætti: blaðamenn, sem reynst hafa iðnir síðustu viku að greina frá massífum mótmælum, eru horfnir bak við lás og slá. Skeinuhættum stjórnvöldum hefur tekist að koma helstu gagnrýnendum sínum í bann. Útvarpssendingar frá erlendum stöðvum eru djammaðar, vefsetrum lokað, SMS-sendingar læstar, fjölmiðlar lúta valdi stjórnvalda. Klerkaveldið nötrar og sjálfskipuð stjórn sem situr eftir spilltar kosningar situr magnþrota með ónýtt umboð. Um göturnar fer ungt fólk og konur eru í framlínunni. Næstu dagar verða örlagaríkir: munu mótmæli almennings hrinda valdhöfum sem eru kennistéttunum þóknanlegar, lýtur valdastéttin í lægra haldi fyrir „skrílnum"?

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt með kossi vekur

Vorið er fyrr á ferðinni hér í Víkinni en mörg undangengin ár: laukarnir æddu upp úr moldinni á fardögum rétt eins þeir ætluðu annað. Nokkurra daga sól kallaði þá upp og varla búið að taka ofan af enda gjalda garðræktendur varhug við sólarglennum svo snemma í maí. Vita sem er að allra veðra er von á útkjálkum eins og hér í Víkinni, að ekki sé talað um þar sem landið hækkar austan við Kvosina. Það er veðrarígur milli lóðaeigenda í henni Reykjavík: þekki ég menn í raðhúsum inni við Sund sem telja veðrið þar miklu betra en á öðrum stöðum í borgarskipulaginu. Þá hafa Fossvogsbúar sérkennilegar hugmyndir um að þar skíni sólin heitar en á aðra í dalverpunum upp frá víkunum sunnan Kollafjarðar.

Bakþankar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.