Fimm prósent menn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 25. mars 2010 06:15 Grátkór íslenskra útvegsmanna hefur starfað hér á landi svo lengi sem elstu menn muna. Lengi naut kórasambandið þess skilnings hjá framkvæmdar- og löggjafarvaldi að hag landsmanna var stýrt með handafli eftir því hvernig stóð á í bókum stórra og smárra útgerða. Fiskverð og fjárfestingar útgerða réðu því hvað sokkapar kostaði iðnverkakonu og afgreiðslumann. Gengið var látið hoppa upp og niður eftir hag útgerðarinnar. Svo tók að rofa til: með samstilltu átaki var komið skipulagi á veiðar, úrelding flotans var mál dagsins, skikk komið á veiðarnar þó enn væru verndarsjónarmiðin ekki djúptæk, áfram haldið að skrapa botninn á miðunum sem í dag eru líkast til stærsta manngerða svæði á landgrunninu og því sem upp úr sjó stendur. Kvótamálið hefur síðan verið stærsta misklíðarefni íslenskra þjóðmála, svo flókið úrlausnar að öllum stjórnmálahreyfingum er um megn að leysa það til framtíðar svo öllum líki. Hugmyndir manna um hægfara fyrningu veiðiréttinda um fimm prósent ár hvert hafa útgerðarmenn og samtök þeim hliðholl, sjómenn og sveitarfélög, talið ógna tilveru atvinnugreinarinnar. Og líkt og forðum fara fremstir í hagsmunagæslunni einstaklingar á launum, háværir menn og til í tuskið enda hagsmunirnir ærnir, svo miklir að útgerðarauðvaldinu dugði ekki minna en að kaupa heilt dagblað undir stefnumið sín: að halda fast í allt sem þeir þegar höfðu og fengu upp í hendurnar, ýmist vegna veiðisögu, eða þá með kaupum á kvóta á markaði. Nú má greina þræði frá því fyrirkomulagi til þess mikla hruns efnislegra gæða sem varð og blasir daglega við hverri fjölskyldu í landinu. Við erum enn að borga niður rekstur útgerðarmanna og stjórnarskrárvarið eignarhald þjóðarinnar á auðæfum sjávar er einskis virði í augum útgerðarmanna. Meðan þeir hafa nýtingarréttinn á sínu valdi. Nýlegt upphlaup Samtaka atvinnulífsins vegna veiðiréttar á skötusel er til marks um það að atvinnurekendur í landinu ætla í fleirtölu að ganga erinda stórútgerða. Skötuselurinn skóp skjaldborg um eignarhald í sjávarútvegi. Tilefnið er fyrirsláttur. Það er mat stjórnarmanna í Samtökum atvinnurekenda að nú sé lag til að berja niður lýðræðislega kjörna landsstjórn og það henti að ganga erinda útgerðarinnar í orði um sinn. En þá rekst eitt á annars horn í raunveruleikanum: landsstjórnin hótar þjóðaratkvæði um fyrningarleiðina, við skoðun kemur í ljós að sjávarútvegurinn í landinu er skuldsettur upp í stromp og eiginfjárstaða í mínus. Útgerðin var á fleiri miðum en fiskmiðum. Sömu menn og gráta nú með sogum fimm prósenta fyrningu og uppboð sáust lítt fyrir þegar þeir steyptu sér í skuldasöfnun, þeir hugsuðu ekki í fimm prósentum þá. Það voru stærri tölur sem freistuðu þeirra. Og hvað gerðist ef kaup hækkaði um fimm prósent? Eða verðfall yrði um fimm prósent? Er ekki eðlilegt að spurt sé? Hvenær ætla íslenskir útgerðarmenn að taka upp tal í alvöru við þjóðina sem góðfúslega hefur lánað þeim miðin sem þeir fiska á? Eða þurfa þeir þjóðaratkvæðagreiðslu til að skipta um tóntegund og söngstíl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun
Grátkór íslenskra útvegsmanna hefur starfað hér á landi svo lengi sem elstu menn muna. Lengi naut kórasambandið þess skilnings hjá framkvæmdar- og löggjafarvaldi að hag landsmanna var stýrt með handafli eftir því hvernig stóð á í bókum stórra og smárra útgerða. Fiskverð og fjárfestingar útgerða réðu því hvað sokkapar kostaði iðnverkakonu og afgreiðslumann. Gengið var látið hoppa upp og niður eftir hag útgerðarinnar. Svo tók að rofa til: með samstilltu átaki var komið skipulagi á veiðar, úrelding flotans var mál dagsins, skikk komið á veiðarnar þó enn væru verndarsjónarmiðin ekki djúptæk, áfram haldið að skrapa botninn á miðunum sem í dag eru líkast til stærsta manngerða svæði á landgrunninu og því sem upp úr sjó stendur. Kvótamálið hefur síðan verið stærsta misklíðarefni íslenskra þjóðmála, svo flókið úrlausnar að öllum stjórnmálahreyfingum er um megn að leysa það til framtíðar svo öllum líki. Hugmyndir manna um hægfara fyrningu veiðiréttinda um fimm prósent ár hvert hafa útgerðarmenn og samtök þeim hliðholl, sjómenn og sveitarfélög, talið ógna tilveru atvinnugreinarinnar. Og líkt og forðum fara fremstir í hagsmunagæslunni einstaklingar á launum, háværir menn og til í tuskið enda hagsmunirnir ærnir, svo miklir að útgerðarauðvaldinu dugði ekki minna en að kaupa heilt dagblað undir stefnumið sín: að halda fast í allt sem þeir þegar höfðu og fengu upp í hendurnar, ýmist vegna veiðisögu, eða þá með kaupum á kvóta á markaði. Nú má greina þræði frá því fyrirkomulagi til þess mikla hruns efnislegra gæða sem varð og blasir daglega við hverri fjölskyldu í landinu. Við erum enn að borga niður rekstur útgerðarmanna og stjórnarskrárvarið eignarhald þjóðarinnar á auðæfum sjávar er einskis virði í augum útgerðarmanna. Meðan þeir hafa nýtingarréttinn á sínu valdi. Nýlegt upphlaup Samtaka atvinnulífsins vegna veiðiréttar á skötusel er til marks um það að atvinnurekendur í landinu ætla í fleirtölu að ganga erinda stórútgerða. Skötuselurinn skóp skjaldborg um eignarhald í sjávarútvegi. Tilefnið er fyrirsláttur. Það er mat stjórnarmanna í Samtökum atvinnurekenda að nú sé lag til að berja niður lýðræðislega kjörna landsstjórn og það henti að ganga erinda útgerðarinnar í orði um sinn. En þá rekst eitt á annars horn í raunveruleikanum: landsstjórnin hótar þjóðaratkvæði um fyrningarleiðina, við skoðun kemur í ljós að sjávarútvegurinn í landinu er skuldsettur upp í stromp og eiginfjárstaða í mínus. Útgerðin var á fleiri miðum en fiskmiðum. Sömu menn og gráta nú með sogum fimm prósenta fyrningu og uppboð sáust lítt fyrir þegar þeir steyptu sér í skuldasöfnun, þeir hugsuðu ekki í fimm prósentum þá. Það voru stærri tölur sem freistuðu þeirra. Og hvað gerðist ef kaup hækkaði um fimm prósent? Eða verðfall yrði um fimm prósent? Er ekki eðlilegt að spurt sé? Hvenær ætla íslenskir útgerðarmenn að taka upp tal í alvöru við þjóðina sem góðfúslega hefur lánað þeim miðin sem þeir fiska á? Eða þurfa þeir þjóðaratkvæðagreiðslu til að skipta um tóntegund og söngstíl?
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun