Samgönguáætlun

Fréttamynd

Fljótagöng sett í for­gang

Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027.

Innlent
Fréttamynd

Sakar ráð­herra um svik og kjör­dæma­pot í sam­gönguáætlun

Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­laga­nefnd upp­lýsir um næstu verk­efni í vega­gerð

Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Sendi yfir­völdum undir­skriftir vegna Fjarðarheiðarganga

Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.

Innlent
Fréttamynd

Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar

Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för

Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum.

Innlent