Elísabet II Bretadrottning

Fréttamynd

Sjáðu Staun­ton í hlut­verki drottningarinnar

Breska leikkonan Imelda Staunton fer með hlutverk sjálfrar Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu seríu af þáttunum The Crown. Streymisveitan Netflix birti í gær fyrstu mynd af leikkonunni í hlutverkinu.

Lífið
Fréttamynd

Hóp­­smit um borð í flug­­móður­­skipi drottningar

Um hundrað her­menn á breska flug­móður­skipinu HMS Qu­een Eliza­beth, sem er nefnt í höfuðið á Elísa­betu Eng­lands­drottningu, hafa greinst með Co­vid-19. Her­mennirnir eru allir full­bólu­settir og mun skipið halda á­fram leið­angri sínum.

Erlent
Fréttamynd

Elísabet drottning sendi kveðju til landsliðsins

Elísabet önnur, Bretlandsdrottning, sendi hamingjuóskir og baráttukveðjur til Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og enska liðsins í aðdraganda úrslitaleiks liðsins á EM við Ítalíu á Wembley annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Biden hittir Johnson, drottninguna og Pútín

Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur til Evrópu í sína fyrstu opinberu heimsókn eftir að hann tók við forsetaembættinu. Hann kom til London í gærkvöldi og hittir Boris Johnson forsætisráðherra í dag.

Erlent
Fréttamynd

Drottningin sat ein næst altarinu við jarðarförina

Filippus prins, maki Elísabetar Bretadrottningar, var borinn til grafar í dag en athöfnin fór fram í kapellu St. Georgs við Windsorkastala. Fjöldi þeirra sem sóttu jarðarförina var takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Filippus prins borinn til grafar

Filippus prins, maki Elísabetar Bretadrottningar, var borinn til grafar í dag. Fjöldi þeirra sem sóttu jarðarförina var takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en sýnt var frá athöfninni í beinni útsendingu.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi fólks fylgdist með komu fallbyssukerranna

Fjöldi fólks fylgdist með því þegar þegar hin konunglega viðhafnarsveit breska hersins kom ríðandi með þrjár fallbyssukerrur í eftirdragi að Windsor-kastala í dag til undirbúnings útfarar Filippusar prins á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Drottningin deilir áður ó­séðri mynd

Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003.

Lífið
Fréttamynd

Drottningin situr ein við útförina

Þrjátíu verða viðstödd útför Filippusar prins sem fer fram í kapellu St. Georgs við Windsor-kastala næstkomandi laugardag. Elísabet Bretadrottning, eiginkona Filippusar, mun sitja ein við útförina.

Erlent
Fréttamynd

Drottningin mætt aftur til starfa

Elísabet Bretadrottning sneri aftur til starfa sinna fjórum dögum eftir að Filippus eiginmaður hennar lést. Hinn 94 ára gamla drottning sótti viðburð í gær þar sem æðsti starfsmaður konungsfjölskyldunnar fór á eftirlaun og þar að auki heimsótti hún í dag siglingaklúbb ásamt dóttur sinni.

Erlent
Fréttamynd

Filippus prins er látinn

Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára.

Erlent
Fréttamynd

Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor

Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel.

Erlent
Fréttamynd

Álit Breta á Meg­han og Harry aldrei verið verra

Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist.

Erlent
Fréttamynd

Drottningin döpur yfir erfiðleikum Meghan og Harrys

Elísabet Englandsdrottning segir alla konungsfjölskylduna dapra eftir að hafa komist að því til fulls í viðtali Opruh Winfrey við Harry og Meghan hversu erfið síðustu ár hafi reynst þeim. Almenningsálitið í Bretlandi virðist vera á sveif Meghan.

Erlent
Fréttamynd

Drottningin tjáir sig um viðtalið

Elísabet Bretadrottning segir alla bresku konungsfjölskylduna sorgmædda yfir því hvað síðustu ár hafi verið erfið fyrir Meghan Markle og Harry Bretaprins. 

Erlent
Fréttamynd

Krísu­fundir hjá konungs­fjöl­skyldunni vegna viðtalsins

Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie

Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie.

Erlent