
Mest af loðnu fyrir norðan
Rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, er nú við loðnuleit. Skipið lagði frá Hafnafirði í síðustu viku og hélt suður fyrir land. Fyrir um viku síðan lagði skipið lykkju á leið sína norðvestur af landinu og hélt síðan til vesturs. Forstjóri Síldarvinslunnar segir ástæðu til bjartýni.

Metur Síldarvinnsluna fimmtungi undir markaðsgengi
Í nýjasta verðmati Jakobsson Capital á Síldarvinnslunni er verðmat félagsins hækkað, en er engu að síður ríflega 20 prósent undir markaðsgengi félagsins. Greinandi Jakobsson Capital gagnrýnir Síldarvinnsluna fyrir skort á upplýsingagjöf í tengslum við yfirtökuna á Vísi í Grindavík.

Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði
Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól.

Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar
Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar.

Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta
Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina.

Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið
Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung.

Vísir formlega hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar í desember
Vísir hf. í Grindavík og dótturfélög verða formlega hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta kemur fram í uppgjöri Síldarvinnslunnar fyrir þriðja ársfjórðung sem var birt rétt í þessu.

Samkeppniseftirlitið gefur grænt ljós á samruna Síldarvinnslunnar og Vísis
Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á kaupum Síldarvinnslunnar á öllu hlutafé í útgerðinni Vísi í Grindavík er að ekki séu forsendur fyrir íhlutun í samruna félaganna tveggja. Meðal þess sem rannsakað var voru möguleg sameiginleg yfirráð Samherja og tengdra félaga yfir Síldarvinnslunni.

Gunnþór: Sala á uppsjávarafurðum til Úkraínu gengið vonum framar
Þrátt fyrir innrás Rússa fyrir um hálfu ári síðan hefur sala á uppsjávarafurðum til Úkraínu gengið vonum framar á þessu ári, að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað.

Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða
Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu.

Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald?
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum.

„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“
Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki.

Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra
Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári.

Kærir prófessor sem sé „í heilagri pólitískri baráttu gegn sjávarútvegi“
Birkir Leósson endurskoðandi hefur ákveðið að kæra Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, til siðanefndar HÍ vegna skrifa hans um sjávarútvegsfyrirtækið Vísi.

Samherji hf. hagnaðist um 17,8 milljarða
Hagnaður Samherja hf. nam 17,8 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 7,8 milljarða árið áður. Eigið fé félagsins var 94,3 milljarðar króna í árslok 2021 og námu heildareignir 128 milljörðum króna.

Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar
Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast.

Tókust hart á um arðinn af sjávarútveginum
Á Sprengisandi í dag tókust Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á um söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og um sjávarútvegsmál almennt.

Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum.

Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum
Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi.

„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“
Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning.