Íslandsbanki

Fréttamynd

Einka­fjár­festarnir sem vilja leiða Heiðar til for­ystu í stjórn Ís­lands­banka

Heiðar Guðjónsson, sem fer fyrir hópi sem telur á annan tug einkafjárfesta, hélt áfram að stækka stöðu sína í Íslandsbanka nokkrum dögum áður en hann fór fram á að boðað yrði til hluthafafundar þar sem hann ætlar að sækjast eftir stjórnarformennsku núna þegar félagið er í samrunaviðræðum við Skaga. Þótt beinn stuðningur við Heiðar komi einkum úr röðum umsvifameiri einkafjárfesta, sumir hverjir sem tengjast honum nánum böndum eins og Andri Sveinsson, þá eru einnig ýmsir lífeyrissjóðir sagðir áfram um að hann geri sig gildandi í stjórn bankans.

Innherji
Fréttamynd

Vill verða stjórnar­for­maður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“

Heiðar Guðjónsson fjárfestir hefur staðfest að hann stefni á framboð til stjórnar Íslandsbanka en hann er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segist hafa fundist vanta tilfinnanlega rödd hluthafa inn í stjórn bankans og tekur sem dæmi síðasta hluthafafund, þar sem aðeins einn hluthafi tók til máls. „Hvaða sirkus er þetta?“ segist hann hafa spurt sig á fundinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjóðir Stefnis stækka hratt stöðu sína í Skaga

Hlutabréfaverð Skaga hefur fallið um liðlega fimmtán prósent frá því að hópur fjárfesta, leiddur af Heiðari Guðjónssyni, fór fram á það í byrjun síðustu viku að efnt yrði til stjórnarkjörs hjá Íslandsbanka en fjármálafyrirtækin tvö eiga í formlegum samrunaviðræðum. Hlutabréfasjóðir Stefnis hafa bætt talsvert við stöðu sína í Skaga í þessum mánuði og stærsti einkafjárfestirinn hefur síðustu daga einnig haldið áfram að kaupa í félaginu.

Innherji
Fréttamynd

Von­brigði í Vaxtamáli

Niðurstaða Hæstaréttar í Vaxtamáli gegn Arion banka (nr. 24/2025) þann 10. desember veldur vonbrigðum. Neytendasamtökin fóru fram með fimm mismunandi Vaxtamál gegn bönkunum þremur. Markmiðið var að saman hefðu þessi mál sem víðtækast fordæmisgildi fyrir sem flesta lántaka. Með mikilli einföldun má segja að samtökin hafi viljað fá skorið úr um tvö meginatriði. Annars vegar hvort skilmálar bankanna fara, eða hafi farið, gegn lögum sem gilda um lánveitingar til neytenda. Hins vegar hvort skilmálarnir teljist ósanngjarnir í skilningi samningalaga.

Skoðun
Fréttamynd

Spá aukinni verð­bólgu um jólin

Ársverðbólga eykst í desember samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka, einkum vegna hækkunar á flugverði og þess að áhrif afsláttardaga ganga til baka. Verðbólga hefur haldist nálægt fjögurra prósenta efri vikmörkum Seðlabankans allt árið en líklega mun hún þó hjaðna nokkuð þegar líður á vorið, að því er segir í spánni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember, næsta mánudag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtatafla Ergo muni taka gildi 21. nóvember, á föstudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrír for­stöðu­menn til starfa hjá Ís­lands­banka

Þrír nýir forstöðumenn hafa gengið til liðs við Íslandsbanka. Sverrir Már Jónsson tekur við sem forstöðumaður eigin viðskipta, Bjarney Anna Bjarnadóttir sem forstöðumaður samskipta og greiningar og Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur störf sem forstöðumaður markaðsmála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá að stýri­vextir haldist ó­breyttir

Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir í 7,5 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi, það er á miðvikudaginn í næstu viku. Framsýn leiðsögn verði milduð talsvert í ljósi kólnandi hagkerfis og lakari efnahagshorfa og spáir bankinn að vaxtalækkunarferlið gæti hafist á ný í febrúarbyrjun 2026. Vextir muni þannig lækkað talsvert fram á næsta haust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­trú­legt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“

Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði.

Neytendur
Fréttamynd

Aldrei mikil­vægara að fylgjast vel með lánunum

Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt lánafyrirkomulag varan­leg lausn til að losa um stífluna

Bankastjóri Íslandsbanka segir nýtilkynnt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána vera til þess gerð að losa stífluna sem myndast hefur á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Fyrirkomulagið sé hugsað sem langtímalausn og stendur fyrstu kaupendum og almennum lántökurum til boða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­forma að nýta tug­milljarða um­fram eigið fé til að stækka lána­bókina er­lendis

Arðsemi Íslandsbanka á þriðja fjórðungi, sem einkenndist af ágætis gangi í kjarnarekstrinum, var á pari við væntingar greinenda en ólíkt hinum bönkunum var bókfærð jákvæð virðisbreyting á lánasafninu. Stjórnendur sjá fyrir sér að ríflega fjörutíu milljarða umfram eigið Íslandsbanka verði mögulega nýtt að stórum hluta til að sækja fram í erlendum lánveitingum.

Innherji
Fréttamynd

Högnuðust um tæpa sjö milljarða

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 6,9 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2025. Arðsemi eign fjár var 12,2 prósent á ársgrundvelli, en var 12,9 prósent þegar leiðrétt er vegna varúðarfærslu vegna dómsmála.

Viðskipti innlent