Handkastið

Fréttamynd

„Varð bara ekki að veru­leika“

Snorri Steinn Guð­jóns­son, ný­ráðinn lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í hand­bolta, segir að sú hug­mynd, að hann og Dagur Sigurðs­son myndu taka við lands­liðinu, hafi aldrei farið á al­var­legt stig. Þá hafi hann að­eins gert nauð­syn­lega hluti þegar að um­ræðan um ráðningar­ferli HSÍ stóð sem hæst.

Handbolti
Fréttamynd

„Toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum“

Strákarnir í Handkastinu ræddu um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. Tæpir hundrað dagar eru liðnir síðan þjálfaraleitin hófst, en nú virðist stefna í að Snorri Steinn Guðjónsson verði kynntur til leiks sem þjálfari liðsins í næstu viku.

Handbolti
Fréttamynd

„Af­drifa­rík og stór mis­tök sem eru að gerast í annars á­gæt­lega dæmdum leikjum“

Mikið hefur verið rætt og ritað um dómgæslu í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta undanfarna daga og vikur. Stórir dómar hafa fallið í lok leikja í undanúrslitaeinvígum keppninnar og í einhverjum tilvikum hafa þeir ráðið úrslitum leikja. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins og ræddi þessi mál.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég hugsa um það á hverjum degi“

„Ég er klökkur,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, eftir að hafa verið valin besta hægri skyttan í Olís deild karla í handbolta. Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals og Einar Rafn Eiðsson, leikmaður KA, voru einnig tilnefndir.

Handbolti
Fréttamynd

Spilar ekki meira með Val og HM í hættu

„Þetta er flott viðurkenning,“ segir Valsarinn Benedikt Gunnar Óskarsson en hann var valinn besti leikmaður deildarkeppninnar í Olís-deildinni í handbolta, af sérfræðingum Handkastsins. Hann mun hins vegar ekkert spila í úrslitakeppninni.

Handbolti
Fréttamynd

„Þarna var þetta svo inni­legt“

Jóhann Gunnar Einarsson lék á sínum tíma með Aftureldingu. Hann var mættur í Handkastið þar sem ótrúlegur sigur Aftureldingar á Haukum í bikarúrslitum var krufinn. Fór Jóhann Gunnar meðal yfir það sem hefur breyst hjá félaginu síðan hann gekk í raðir þess árið 2014.

Handbolti