„Afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2023 12:04 Sigfús Sigurðsson vann silfur á ÓL í Peking 2008 með íslenska landsliðinu í handbolta. Hann er ósáttur við dómgæsluna í úrslitakeppni Olís-deildar karla. vísir/getty Mikið hefur verið rætt og ritað um dómgæslu í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta undanfarna daga og vikur. Stórir dómar hafa fallið í lok leikja í undanúrslitaeinvígum keppninnar og í einhverjum tilvikum hafa þeir ráðið úrslitum leikja. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins og ræddi þessi mál. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, ræddi við Sigfús og spurði hann fyrst út í undanúrslitaeinvígi ÍBV og FH þar sem Eyjamenn unnu 3-0 og tryggðu sér sæti í úrslitum. Sigfús segir að honum hafi ekki þótt það sanngjörn niðurstaða. „Nei í rauninni ekki. Í lok leiksins voru þarna nokkrir dómar sem falla sem eru náttúrulega alveg út úr kú. Við byrjum bara á tveggja mínútna borttvísun sem Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fær fyrir að hoppa og sýna smá tilfinningar. Svo náttúrulega þetta aukakast í lokin. Mér fannst til að byrja með ekkert vera að því þegar hann leggur boltann frá sér, en svo náttúrulega kemur í ljós að það stendur FH-ingur við hliðina á dómaranum fyrir innan punktalínu þegar það er tekið þannig það á aldrei að vera gilt aukakast,“ sagði Sigfús. „Þetta eru svona afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum. Það er nefnilega málið.“ „Það sem menn hafa alltaf verið að kalla eftir er að standardinn sé réttur og góður, og hann hefur verið svona allt í lagi. Þetta eru ekkert rosalega vel og ekkert rosalega illa dæmdir leikir, en á lykilmómentum virðast þeir vera að klikka og það segir manni það að bæði geta þeir ekki lesið leikinn rétt og að þeir eru bara ekki alveg nógu góðir.“ „Að dæma víti og rautt á þetta er í besta falli kjánalegt“ „Ef við förum bara í einvígið sem er enn í gangi, Haukar-Afturelding. Dramatíkin er ekki minni þar og dómaraumfjöllunin er ekkert minni,“ sagði Arnar Daði svo þegar Sigfús hafði lokið sér af við að ræða um dómgæsluna í leikjum ÍBV og FH. Í þriðja leik Hauka og Aftureldingar var annað stórt atvik sem að einhverju leyti réði úrslitum. Ihor Kopyshynskyi fékk þá að líta beint rautt spjald undir lok leiks fyri að brjóta á Ólafi Ægi Ólafssyni og Haukar fengu vítakast. Stefán Rafn Sigurmannsson jafnaði metin úr vítakastinu og tryggði Haukum framlengingu sem Hafnarfjarðarliðið vann svo. „Þeir mega eiga það að það var sama lína yfir bæði lið í sambandi við fríköst og allt þetta sem á náttúrulega að vera og er allt gott,“ sagði Sigfús. „Svo er þetta atriði undir lok leiksins, þar þurfa menn aðeins að lesa í aðstæðurnar. Allt í lagi, hann brýtur á honum, en Ólafur Ægir grípur í treyjuna hjá honum og lætur sig detta, eða er að detta. Ef að leikmaðurinn hefði látið hann bara flakka í gólfið þá er það líka víti og rautt, en þarna heldur hann í leikmanninn, væntanlega til að passa að fljúga ekki bara í skiltin og í gólfið.“ „En að dæma víti og rautt á þetta er náttúrulega bara í besta falli kjánalegt,“ bætti Sigfús við. Hlaðvarpsþátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en Arnar tekur upp tólið og hringir í Sigfús eftir tæplega klukkustund og tíu mínútur. Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, ræddi við Sigfús og spurði hann fyrst út í undanúrslitaeinvígi ÍBV og FH þar sem Eyjamenn unnu 3-0 og tryggðu sér sæti í úrslitum. Sigfús segir að honum hafi ekki þótt það sanngjörn niðurstaða. „Nei í rauninni ekki. Í lok leiksins voru þarna nokkrir dómar sem falla sem eru náttúrulega alveg út úr kú. Við byrjum bara á tveggja mínútna borttvísun sem Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fær fyrir að hoppa og sýna smá tilfinningar. Svo náttúrulega þetta aukakast í lokin. Mér fannst til að byrja með ekkert vera að því þegar hann leggur boltann frá sér, en svo náttúrulega kemur í ljós að það stendur FH-ingur við hliðina á dómaranum fyrir innan punktalínu þegar það er tekið þannig það á aldrei að vera gilt aukakast,“ sagði Sigfús. „Þetta eru svona afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum. Það er nefnilega málið.“ „Það sem menn hafa alltaf verið að kalla eftir er að standardinn sé réttur og góður, og hann hefur verið svona allt í lagi. Þetta eru ekkert rosalega vel og ekkert rosalega illa dæmdir leikir, en á lykilmómentum virðast þeir vera að klikka og það segir manni það að bæði geta þeir ekki lesið leikinn rétt og að þeir eru bara ekki alveg nógu góðir.“ „Að dæma víti og rautt á þetta er í besta falli kjánalegt“ „Ef við förum bara í einvígið sem er enn í gangi, Haukar-Afturelding. Dramatíkin er ekki minni þar og dómaraumfjöllunin er ekkert minni,“ sagði Arnar Daði svo þegar Sigfús hafði lokið sér af við að ræða um dómgæsluna í leikjum ÍBV og FH. Í þriðja leik Hauka og Aftureldingar var annað stórt atvik sem að einhverju leyti réði úrslitum. Ihor Kopyshynskyi fékk þá að líta beint rautt spjald undir lok leiks fyri að brjóta á Ólafi Ægi Ólafssyni og Haukar fengu vítakast. Stefán Rafn Sigurmannsson jafnaði metin úr vítakastinu og tryggði Haukum framlengingu sem Hafnarfjarðarliðið vann svo. „Þeir mega eiga það að það var sama lína yfir bæði lið í sambandi við fríköst og allt þetta sem á náttúrulega að vera og er allt gott,“ sagði Sigfús. „Svo er þetta atriði undir lok leiksins, þar þurfa menn aðeins að lesa í aðstæðurnar. Allt í lagi, hann brýtur á honum, en Ólafur Ægir grípur í treyjuna hjá honum og lætur sig detta, eða er að detta. Ef að leikmaðurinn hefði látið hann bara flakka í gólfið þá er það líka víti og rautt, en þarna heldur hann í leikmanninn, væntanlega til að passa að fljúga ekki bara í skiltin og í gólfið.“ „En að dæma víti og rautt á þetta er náttúrulega bara í besta falli kjánalegt,“ bætti Sigfús við. Hlaðvarpsþátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en Arnar tekur upp tólið og hringir í Sigfús eftir tæplega klukkustund og tíu mínútur.
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti