„Ég hugsa um það á hverjum degi“ Jón Már Ferro skrifar 12. apríl 2023 17:01 Rúnar Kárason, er besta hægri skytta Olís deildarinnar að mati sérfræðinga Handkastsins. Vísir/Diego „Ég er klökkur,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, eftir að hafa verið valin besta hægri skyttan í Olís deild karla í handbolta. Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals og Einar Rafn Eiðsson, leikmaður KA, voru einnig tilnefndir. „Ég vissi að það væri hörku áskorun að koma heim og standa sig vel. Maður hefur séð marga koma heim og eiga í erfiðleikum þannig ég vissi að ég þyrfti að halda vel á spöðunum. Þyrfti að gefa í ef eitthvað er. Mér finnst ég hafa staðið undir því.“ Rúnar segir að Olís deildin sé mjög sterk en eigi töluvert í land miðað við Danmörku þar sem hann spilaði síðast. Eftir yfirstandandi tímabil gengur Rúnar til liðs við Fram. Hann var einnig orðaður við Gróttu og Val en valdi á endanum uppeldisfélag sitt. „Ég var opinn fyrir flestu. Ég var nú ekkert í sambandi við Gróttu nema rétt um mánuð eftir að þú komst með slúðrið. Þá fóru þeir að tékka á mér. Ég var búin að vera í samtali við Snorra í smá tíma. Það er líka vegna þess að Snorri og Robbi eru góðir vinir mínir úr landsliðinu. Svo var maður í samtali við Einar,“ sagði Rúnar. Fyrir áramót fjallaði Handkastið um að Rúnar væri mögulega á leið í Gróttu. Hann ræddi við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals og Róbert Gunnarson, þjálfari Gróttu. Einar Jónsson, þjálfari karla og kvenna liðs Fram.Vísir/Hulda Margrét „Þegar uppi var staðið fannst mér Fram ótrúlega spennandi og smá rómantík í því að koma heim. Mér þykir vænt um Fram, er mikill Framari og alltaf verið. Mér finnst mjög spennandi hlutir að gerast þar.“ Rúnari myndi þykja ótrúlega vænt um að geta endað á Íslandsmeistaratitli með ÍBV. Hann segir liðið vera á réttri leið og mikinn stíganda hafa verið í spilamennsku liðsins undanfarið. „Ég hugsa um það á hverjum degi. Ég er búinn að eiga algjörlega frábæran tíma í Vestmannaeyjum. Ég hef aldrei komið á stað þar sem jafn vel er tekið á móti manni. Það er algjörlega frábært samfélag í Vestmannaeyjum. Ótrúlega gott fólk í kringum handboltann. Ég hef tekið algjöru ástfóstri við Eyjuna.“ Rúnar Kárason er frábær skytta.Vísir/Vilhelm Þyngd Rúnars hefur verið til umræðu og að hann sé léttari á fæti en áður. „Ég var alltaf um 106 kíló í Þýskalandi, ég var 103 kíló í Danmörku. Ég hef léttastur verið á Íslandi 101 kíló. Það var eiginlega farið að vera til vandræða. Ég er aftur kominn í 103, Danmerkur kílóin,“ segir Rúnar sem segir Erling Richardsson hafa hjálpað sér í vetur. „Erlingur er frábær í líkamlega þættinum. Hann lætur okkur hlaupa mikið inni á handboltavelli og þétt lyftingarprógram hjá okkur. Ég hef í raun aldrei lyft jafn mikið og ég er að gera núna.“ Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
„Ég vissi að það væri hörku áskorun að koma heim og standa sig vel. Maður hefur séð marga koma heim og eiga í erfiðleikum þannig ég vissi að ég þyrfti að halda vel á spöðunum. Þyrfti að gefa í ef eitthvað er. Mér finnst ég hafa staðið undir því.“ Rúnar segir að Olís deildin sé mjög sterk en eigi töluvert í land miðað við Danmörku þar sem hann spilaði síðast. Eftir yfirstandandi tímabil gengur Rúnar til liðs við Fram. Hann var einnig orðaður við Gróttu og Val en valdi á endanum uppeldisfélag sitt. „Ég var opinn fyrir flestu. Ég var nú ekkert í sambandi við Gróttu nema rétt um mánuð eftir að þú komst með slúðrið. Þá fóru þeir að tékka á mér. Ég var búin að vera í samtali við Snorra í smá tíma. Það er líka vegna þess að Snorri og Robbi eru góðir vinir mínir úr landsliðinu. Svo var maður í samtali við Einar,“ sagði Rúnar. Fyrir áramót fjallaði Handkastið um að Rúnar væri mögulega á leið í Gróttu. Hann ræddi við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals og Róbert Gunnarson, þjálfari Gróttu. Einar Jónsson, þjálfari karla og kvenna liðs Fram.Vísir/Hulda Margrét „Þegar uppi var staðið fannst mér Fram ótrúlega spennandi og smá rómantík í því að koma heim. Mér þykir vænt um Fram, er mikill Framari og alltaf verið. Mér finnst mjög spennandi hlutir að gerast þar.“ Rúnari myndi þykja ótrúlega vænt um að geta endað á Íslandsmeistaratitli með ÍBV. Hann segir liðið vera á réttri leið og mikinn stíganda hafa verið í spilamennsku liðsins undanfarið. „Ég hugsa um það á hverjum degi. Ég er búinn að eiga algjörlega frábæran tíma í Vestmannaeyjum. Ég hef aldrei komið á stað þar sem jafn vel er tekið á móti manni. Það er algjörlega frábært samfélag í Vestmannaeyjum. Ótrúlega gott fólk í kringum handboltann. Ég hef tekið algjöru ástfóstri við Eyjuna.“ Rúnar Kárason er frábær skytta.Vísir/Vilhelm Þyngd Rúnars hefur verið til umræðu og að hann sé léttari á fæti en áður. „Ég var alltaf um 106 kíló í Þýskalandi, ég var 103 kíló í Danmörku. Ég hef léttastur verið á Íslandi 101 kíló. Það var eiginlega farið að vera til vandræða. Ég er aftur kominn í 103, Danmerkur kílóin,“ segir Rúnar sem segir Erling Richardsson hafa hjálpað sér í vetur. „Erlingur er frábær í líkamlega þættinum. Hann lætur okkur hlaupa mikið inni á handboltavelli og þétt lyftingarprógram hjá okkur. Ég hef í raun aldrei lyft jafn mikið og ég er að gera núna.“
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira