ASÍ

Fréttamynd

Hefur fulla trú á að samningar náist

Forseti ASÍ segir verkbann sem Samtök atvinnulífsins boða vera aðgerðir sem muni hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Hann segir að honum lítist ekkert á það hvert kjaradeila SA og Eflingar er komin en að hann hafi þó fulla trú á að hægt verði að landa samningum.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 366 prósenta munur í verð­könnun ASÍ

Meiri munur var á verði milli matvöruverslana en áður í verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem framkvæmd var í febrúar. Meðalverð var hæst í Iceland, að meðaltali 54% frá lægsta verði.

Neytendur
Fréttamynd

Styður yfir­lýsingu mið­stjórnar ASÍ

Forseti ASÍ segir havaríið við ráðherrabústaðinn í gær ekki tilefni yfirlýsingar sem miðstjórn ASÍ gaf út í gær þar sem orðræðan í kjaradeilu SA og Eflingar er gagnrýnd. Hann segist styðja baráttu Eflingar og er tilbúinn að sinna verkfallsvörslu þegar kallið kemur.

Innlent
Fréttamynd

Vantrausti lýst yfir og ákvörðunin sögð atlaga að samningarétti

Efling hefur lýst yfir vantrausti á hendur ríkssáttasemjara vegna miðlunartillögu sem hann lagði fram í dag. Ríkissáttasemjari segir miðlunartillöguna trompa verkfall, komi til þess. Í yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands segir að traust á embætti ríkissáttasemjara hafi skaðast með því að leggja fram „ótímabæra“ miðlunartillögu. 

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun ríkissáttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar

Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld þurfi að opna augun

Sjötíu prósent Íslendinga ná endum saman hver mánaðamót þrátt fyrir talsverða verðbólgu og erfiðar markaðsaðstæður. Tæp 30 prósent eiga í erfiðleikum með að ná endum saman og hluta þeirra tekst það alls ekki og er farinn að safna skuldum. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að opna augun fyrir stöðu fólks.

Innlent
Fréttamynd

Byltingin nartar í börnin

Það hefur heldur betur gustað um verkalýðshreyfinguna síðasta árið og óhætt að segja að kjarabaráttan hafi á stundum fallið í skuggann á hjaðningavígum innan hreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hilmar þriðji varaforseti ASÍ

Hilmar Harðarson hefur verið kosinn þriðji varaforseti Alþýðusambands Íslands. Hann var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum á fundi miðstjórnar ASÍ í gær, þann 26. október.

Innlent
Fréttamynd

Rétt gögn en röng ályktun

Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíð ASÍ

Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið.

Skoðun
Fréttamynd

Birtir kveðjuræðu sem átti að flytja hefði Ragnar Þór náð kjöri

Formaður í Stéttarfélagi Vesturlands var búin að semja harðorða ræðu til að flytja undir liðnum Önnur mál á þingi ASÍ í síðustu viku viðbúin því að Ragnar Þór Ingólfsson næði kjöri sem forseti ASÍ. Svo fór ekki því Ragnar Þór og hans nánasta samstarfsfólk yfirgaf þingið í mótmælaskyni áður en gengið var til kosninga.

Innlent
Fréttamynd

Engin óeining innan raða VR

Ekkert ó­sætti er innan stjórnar VR með á­kvörðun formannsins um að ganga út af þingi Al­þýðu­sam­bandsins eða bolla­leggingar hans um að draga VR úr Al­þýðu­sam­bandinu. Sú um­ræða­mun ekki eiga sér stað fyrr en eftir kjara­samnings­við­ræðurnar.

Innlent
Fréttamynd

Ræðan sem rauk út á haf!

Þegar fór að styttast í 45. þing ASÍ og ljóst var að ákveðnir aðilar úr hópi forystufólks voru farnir að tilkynna um framboð, sem að mínu mati hefði þýtt fjandsamlega yfirtöku sambandsins, settist ég niður og skrifaði ræðu til að flytja undir liðnum önnur mál í þinglok.

Skoðun
Fréttamynd

Staða VR innan ASÍ óbreytt í bili

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðu félagsins innan ASÍ óbreytta og ekki tímabært að gera breytingar þar á í bili þar sem þingi ASÍ hafi verið frestað. Hins vegar verði málefni ASÍ rædd á vettvangi VR eftir að kjarasamningar hafa verið undirritaðir.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ, Efling, VR. So powerful chairmen

There is something really amazing about human being : the communication. Some people are trying to talk, to listen, to understand, to explain what they think and to debate. Some other people leave a congress and create chaos.

Skoðun
Fréttamynd

Hreyfingin ó­starf­hæf – eða hvað?

Það vefst ekki fyrir neinum sem fylgdist með fjölmiðlum að þing alþýðusambandsins var viðburðaríkt. Án þess að fara nánar út í þingið sem slíkt þá langar mig að velta upp spurningu. Því hefur verið haldið fram af fólki, fjölmiðlum og í einhverjum tilfellum fólki innan verkalýðshreyfingarinnar að hreyfingin sé óstarfhæf. En er hreyfingin óstarfhæf?

Skoðun
Fréttamynd

Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa

Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld

Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bjartsýnn á að sættir náist

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 

Innlent
Fréttamynd

Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða

Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Stendur tæpt að stjórnar­kjör geti farið fram í dag

Mæti fulltrúar VR og Eflingar ekki á þing ASÍ í dag, þar sem fram á að fara stjórnarkjör, stendur tæpt að kosningin geti farið fram. Minnst 50 prósent þingfulltrúanna þurfa að vera viðstödd til að hægt sé að halda áfram með kosninguna en aðeins fjóra fulltrúa vantar upp á til að VR og Efling séu með helming þingfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

„Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn.

Innlent