Nú á að einkavæða ellina Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 17. janúar 2024 14:01 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áformar stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Heilbrigðisráðherra hefur lýst yfir algjörri uppgjöf ríkisvaldsins gagnvart því verkefni að tryggja öldruðum grundvallarþjónustu innan velferðarkerfisins. Sú pólitíska stefna að veikja skipulega velferðarríkið og tilfærslukerfin hefur það að markmiði að rýra þjónustuna til að greiða fyrir einkavæðingu hennar. Um liðna helgi kynnti heilbrigðisráðherra óvænt og án minnstu umræðu áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Í viðtali við sjónvarp Morgunblaðsins lýsti ráðherrann yfir algjörri uppgjöf gagnvart því verkefni að tryggja landsmönnum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og greitt hafa fyrir með sköttum sínum. Nái þetta feigðarflan ríkisstjórnarinnar fram að ganga fetum við í fótspor breskra frjálshyggjumanna sem tekist hefur að rústa fyrirkomulagi hjúkrunarþjónustu þar í landi og magna upp ójöfnuð og stéttskiptingu í aðhlynningu aldraðra. Hér eins og þar er draumurinn sá að gera elli og hrumleika mannfólksins að gróðaleið fyrir fjármagnsöflin. „Sérhæfð einkafyrirtæki” munu yfirtaka reksturinn með skilgreindum „arðsemiskröfum”. Tilheyrandi spillingu má t.d. innleiða með því að ríkið ábyrgist lán fyrir valin fyrirtæki í eigu réttra aðila. Gróf aðför að velferðarríkinu Áform þessi eru stórhættuleg og fela í sér grófustu aðför seinni tíma að velferðarríkinu. Því verður ekki trúað að almenningur í landinu sætti sig við slíka byltingu. Þegar ríkisvaldið á það úrræði eitt að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu hefur það í raun sagt upp sjálfum samfélagssáttmálanum sem fellst m.a. í greiðslu skatta til sjúkratrygginga. Á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands má m.a. lesa þetta: „Markmið laga um sjúkratryggingar er að tryggja aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.” Við blasir að ríkisvaldið hefur snúið baki við þessu grunnmarkmiði laganna. Skortstefnan hefur nú þegar búið til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem hinir betur stæðu geta keypt sér nauðsynlega þjónustu á meðan aðrir landsmenn eru settir á biðlista eftir að komast á biðlista. Nú er stefnt að því að auka ójöfnuðinn með því að gefa aðstandendum aldraðra kost á að kaupa ólíkar og misdýrar „þjónustuleiðir” innan einkavæddra hjúkrunarheimila. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni í ræðu og riti að samfélag okkar standi á krossgötum. Ég heiti á almenning allan og ábyrga stjórnmálamenn að hrinda þessari óværu einkavæðingar og gróðahyggju af samfélagi okkar og að standa vörð um þau grunngildi velferðar og samhjálpar sem þjóðin hefur jafnan haft í heiðri. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Eldri borgarar Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áformar stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Heilbrigðisráðherra hefur lýst yfir algjörri uppgjöf ríkisvaldsins gagnvart því verkefni að tryggja öldruðum grundvallarþjónustu innan velferðarkerfisins. Sú pólitíska stefna að veikja skipulega velferðarríkið og tilfærslukerfin hefur það að markmiði að rýra þjónustuna til að greiða fyrir einkavæðingu hennar. Um liðna helgi kynnti heilbrigðisráðherra óvænt og án minnstu umræðu áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Í viðtali við sjónvarp Morgunblaðsins lýsti ráðherrann yfir algjörri uppgjöf gagnvart því verkefni að tryggja landsmönnum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og greitt hafa fyrir með sköttum sínum. Nái þetta feigðarflan ríkisstjórnarinnar fram að ganga fetum við í fótspor breskra frjálshyggjumanna sem tekist hefur að rústa fyrirkomulagi hjúkrunarþjónustu þar í landi og magna upp ójöfnuð og stéttskiptingu í aðhlynningu aldraðra. Hér eins og þar er draumurinn sá að gera elli og hrumleika mannfólksins að gróðaleið fyrir fjármagnsöflin. „Sérhæfð einkafyrirtæki” munu yfirtaka reksturinn með skilgreindum „arðsemiskröfum”. Tilheyrandi spillingu má t.d. innleiða með því að ríkið ábyrgist lán fyrir valin fyrirtæki í eigu réttra aðila. Gróf aðför að velferðarríkinu Áform þessi eru stórhættuleg og fela í sér grófustu aðför seinni tíma að velferðarríkinu. Því verður ekki trúað að almenningur í landinu sætti sig við slíka byltingu. Þegar ríkisvaldið á það úrræði eitt að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu hefur það í raun sagt upp sjálfum samfélagssáttmálanum sem fellst m.a. í greiðslu skatta til sjúkratrygginga. Á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands má m.a. lesa þetta: „Markmið laga um sjúkratryggingar er að tryggja aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.” Við blasir að ríkisvaldið hefur snúið baki við þessu grunnmarkmiði laganna. Skortstefnan hefur nú þegar búið til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem hinir betur stæðu geta keypt sér nauðsynlega þjónustu á meðan aðrir landsmenn eru settir á biðlista eftir að komast á biðlista. Nú er stefnt að því að auka ójöfnuðinn með því að gefa aðstandendum aldraðra kost á að kaupa ólíkar og misdýrar „þjónustuleiðir” innan einkavæddra hjúkrunarheimila. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni í ræðu og riti að samfélag okkar standi á krossgötum. Ég heiti á almenning allan og ábyrga stjórnmálamenn að hrinda þessari óværu einkavæðingar og gróðahyggju af samfélagi okkar og að standa vörð um þau grunngildi velferðar og samhjálpar sem þjóðin hefur jafnan haft í heiðri. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar