Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Viktor Gísli Hallgrímsson fagnaði sigri með Barcelona gegn Wisla Plock, 30-24, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Félagi hans úr landsliðinu, Orri Freyr Þorkelsson, varð hins vegar að sætta sig við naumt tap með Sporting gegn Füchse Berlín, 38-37 í Portúgal. Handbolti 13.11.2025 22:30
Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Haukar eru einir á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir 35-30 útisigur gegn Selfossi í kvöld. Valsmenn eru tveimur stigum á eftir þeim, eftir 33-24 sigur gegn HK í Kórnum, en Stjarnan og ÍR gerðu 27-27 jafntefli í Garðabæ. Handbolti 13.11.2025 21:36
Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sara Dögg Hjaltadóttir hefur átt frábært tímabil með ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur og setti á svið enn eina sýninguna í gærkvöldi. Handbolti 13.11.2025 10:56
FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika FH vann afar sannfærandi þrettán marka sigur er liðið tók á móti KA í tíundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 45-32. Handbolti 12. nóvember 2025 20:31
Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Bjarki Már Elísson minnti rækilega á sig með Vezprém í sigurleik í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 12. nóvember 2025 19:40
Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Íslenska landsliðskonan í handbolta, Andrea Jacobsen, er nú í kapphlaupi við tímann til þess að reyna komast með Íslandi á HM sem hefst undir lok mánaðarins. Handbolti 12. nóvember 2025 18:42
Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Arnór Viðarsson og Stiven Tobar Valencia mættust í Íslendingaslag í Evrópudeildinni þegar Benfica sótti 34-32 sigur gegn Karlskrona. Handbolti 11. nóvember 2025 21:32
Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Fram vann 31-29 gegn Haukum í 10. umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Handbolti 11. nóvember 2025 20:04
Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson hitti úr öllum sex skotum sínum í 33-27 sigri Melsungen gegn FTC í Evrópudeild karla í handbolta. Þorsteinn Leó Gunnarsson var líka markahæstur, með níu mörk í 25-29 sigri Porto á útivelli gegn Elverum. Handbolti 11. nóvember 2025 19:37
Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Fram tapaði 40-25 á útivelli gegn svissneska liðinu Kriens í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í handbolta. Handbolti 11. nóvember 2025 19:20
Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Kristján Örn Kristjánsson átti stórleik 45-27 í stórsigri Skanderborg á útivelli gegn Minaur Baia Mare. Handbolti 11. nóvember 2025 17:52
Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji verður einn helsti samstarfsaðili Handknattleikssambands Íslands næstu árin. Nafn fyrirtækisins verður því á keppnistreyjum íslensku landsliðanna. Handbolti 10. nóvember 2025 12:12
Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni í þýska handboltanum í kvöld og létu þeir mikið að sér kveða. Handbolti 9. nóvember 2025 18:53
Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV ÍBV rúllaði yfir KA/Þór, 37-24, í 8. umferð Olís-deildar kvenna í dag. Sandra Erlingsdóttir fór mikinn í liði Eyjakvenna. Handbolti 9. nóvember 2025 16:40
Engin skoraði meira en Elín Klara Landsliðskonan í handbolta, Elín Klara Þorkelsdóttir, skoraði sjö mörk þegar Sävehof gerði jafntefli við Viborg, 31-31, í fyrri leik liðanna í 3. umferð Evrópudeildarinnar í dag. Handbolti 9. nóvember 2025 15:22
Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Viggó Kristjánsson leiddi Erlangen til sigurs á Eisenach, 24-23, í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Seltirningurinn hefur skorað grimmt að undanförnu. Handbolti 9. nóvember 2025 13:18
Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Bikarmeistarar Hauka tóku á móti liðið Málaga frá Spáni í kvöld í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna. Haukar eiga ærið verkefni fyrir höndum í seinni leik liðanna eftir úrslit kvöldsins. Handbolti 8. nóvember 2025 20:51
Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Valskonur eru í þröngri stöðu í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta eftir þrettán marka tap í Þýskalandi í dag gegn Blomberg-Lippe. Handbolti 8. nóvember 2025 17:56
„Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Þrátt fyrir að hafa mun reynsluminni hóp en á síðustu stórmótum vill landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson sjá Ísland stíga framfaraskref og komast áfram í milliriðill í fyrsta sinn. Handbolti 8. nóvember 2025 08:02
Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu KA-menn unnu þriðja heimasigur sinn í röð í kvöld þegar þeir lögðu Stjörnuna að velli, 36-31, í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 7. nóvember 2025 20:50
Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Fram færði sig upp fyrir Hauka í 5. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, með sigri á Selfossi, og Haukar eru við toppinn í Olís-deild karla eftir sigur á nýliðum Þórs frá Akureyri. Handbolti 7. nóvember 2025 20:00
Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Þetta er algjörlega okkar ákvörðun, þjálfarateymisins, að gera þetta svona. Það hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson um þá ákvörðun að velja aðeins sextán leikmenn í HM-hópinn, í stað átján leikmanna eins og á síðasta stórmóti. Handbolti 7. nóvember 2025 16:32
„Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir það hafa verið hrikalega erfitt fyrir sig að fylgjast með umræðunni í kringum fyrsta stórmótið sem Ísland fór á undir Snorra Steins. Honum bregður stundum orðfærið og dónaskapurinn sem finna má í umræðunni um landsliðið. Handbolti 7. nóvember 2025 11:31
HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem munu spila fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok nóvember og byrjun desember. Handbolti 7. nóvember 2025 10:51