Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir starfið í húfi hjá Al­freð

Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, segir stöðu Alfreðs Gíslasonar sem landsliðsþjálfara ekki örugga þó að hann sé með samning sem gildi fram yfir HM í Þýskalandi 2027.

Handbolti
Fréttamynd

Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en á­fram þjálfari kvenna­liðsins

Arnar Daði Arnarsson fékk heldur kaldar jólakveðjur frá handknattleiksdeild Stjörnunnar í hádeginu í dag þegar honum var tilkynnt að hann yrði að stíga til hliðar sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Hann er þó áfram þjálfari meistaraflokks kvenna og yngri flokka en ætlar að skoða sín mál yfir jólin

Handbolti
Fréttamynd

Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar

Rúnar Sigtryggsson stýrði Wetzlar til sigurs gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Fyrir leik dagsins hafði Wetzlar tapað ellefu leikjum í röð en þetta var annar leikur liðsins undir stjórn Rúnars. Loktatölur sex marka sigur Wetzlar, 33-27.

Handbolti
Fréttamynd

Donni fagnaði EM vali með skotsýningu

Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Skandeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta átti frábæran leik í sigri liðsins á Ribe Esbjerg í dag. Lokatölur 34-27, Skandeborg í vil.

Handbolti
Fréttamynd

„Hann er ein stærsta á­stæðan fyrir því“

Elliði Snær Viðarsson gat ekki hugsað sér að spila fyrir neitt annað lið í Þýskalandi en Gummersbach og hlakkar til að spila áfram undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, sem hann segir vera stærstu ástæðuna fyrir velgengni liðsins á síðustu árum.

Handbolti
Fréttamynd

KA-menn fengu góða jóla­gjöf

Gærkvöldið var svo sannarlega gott fyrir KA-menn. Ekki nóg með að þeir hafi unnið Framara í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í handbolta karla því eftir leikinn var greint frá því að markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson hefði samið við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina

Sigurmark Garðars Inga Sindrasonar til að skjóta FH í undanúrslit bikarkeppninnar í handbolta rennur honum að líkindum seint úr minni. Hann skoraði á síðustu sekúndu leiksins mark sem skaut liðinu áfram.

Handbolti
Fréttamynd

„Er því miður kominn í jóla­frí“

Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason segir mikla tilhlökkun fyrir komandi Evrópumóti í handbolta. Hann hefur náð sér af meiðslum og finnur til með mönnum sem fengu ekki kallið á mótið.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta var mjög skrítinn leikur“

Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, var sáttur að hafa sótt tvö stig norður yfir heiðar þegar Valur vann sjö maka sigur gegn KA/Þór í elleftu umferð Olís deildar kvenna í handbolta.

Handbolti