Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara ömur­legt“

Katrín Anna Ásmundsdóttir var á meðal fárra í íslenska landsliðinu sem átti ágætan dag í slæmu tapi fyrir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Úlfarsárdal. Hún var ósátt eftir leik.

Handbolti
Fréttamynd

Varnaræfingar bitnuðu á sóknar­leiknum

„Þetta er mjög þungt og svekkjandi,“ segir Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta eftir 24-22 tap fyrir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Úlfarsárdal í kvöld. Ísland var lakari aðilinn á vellinum í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Við skulum ekki tala mikið um það“

„Það er rosa gott að koma heim og gista hjá mömmu,“ segir Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og einn nýjasti atvinnumaður Íslands. Hún verður í íslenska liðinu sem mætir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Eins í í­þróttum og jarð­göngum

Íslenska kvennalandsliðið i handbolta byrjar undankeppni sína fyrir EM 2026 í kvöld með leik við Færeyjar í Úlfarsárdal. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á von á hörkuleik og segir Íslendinga ekki hafa neina ástæðu til að tala niður til Færeyinga.

Handbolti
Fréttamynd

Donni öflugur í sigri á Spáni

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, skoraði fjögur mörk í kvöld þegar Skanderborg AGF vann sigur gegn Granollers á Spáni, 31-26, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Þá geta menn al­veg eins verið heima í stofu í Playstation“

„Þetta er bara hrikalega spennandi. Flest allir eru að gera þetta í fyrsta skipti. Þetta er svona draumaleikurinn í þessum riðli, bara hrikalega spennandi dæmi,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem leikur í kvöld fyrsta leik í riðlakeppni 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Lang­þráður sigur FH fyrir austan fjall

Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum, gegn Þór, HK og Stjörnunni, fögnuðu FH-ingar nokkuð öruggum sigri gegn Selfossi fyrir austan fjall í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta, 33-28.

Handbolti
Fréttamynd

Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ

ÍBV naut ekki krafta Daníels Þórs Ingasonar þegar liðið tapaði fyrir Haukum með 10 marka mun fyrr í dag í Olís deild karla. Daníel varð fyrir meiðslu þegar HSÍ vann að gerð myndbands fyrir markaðsefni deildarinna.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar skelltu ÍBV í Eyjum

Einn leikur var í dag í sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta í dag þar sem Haukar sóttu Eyjamenn heim. Haukar áttu ekki í miklum vandræðum í dag með heimamenn og skelltu þeim 29-39.

Handbolti