Refurinn Gústi jr.

Fréttamynd

Eftirminnilegustu og sætustu dýr ársins

Það er sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Heimsfaraldur, jarðskjálftar, eldgos eða talningaklúður í Borgarnesi. Í allri ólgunni virðast sæt dýr vera eina festan á fordæmalausum tímum.

Innlent
Fréttamynd

Refir falli undir skil­greiningu um gælu­dýr

Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna.

Innlent
Fréttamynd

Að­stoðar­varð­stjóri á eftir­launum átti ref og skilur ekkert í Mat­væla­stofnun

„Ég skil ekkert í Matvælastofnun að hafa ruðst inn til greyið stráksins til að reyna taka af honum refinn,“ segir Hlöðver Magnússon, fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni. Og kona hans, Ástríður Sveinsdóttir, eða Ásta, tekur undir með honum: „Já, mér finnst það bara dónaskapur,“ segir hún. Hjónin áttu sjálf ref árið 1993 og voru þekkt fyrir að ganga um með hann í bandi.

Innlent
Fréttamynd

Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt

Ágústi Bein­teini Árna­syni brá heldur betur í brún þegar tveir ein­kennis­klæddir lög­reglu­menn mættu að heimili hans á­samt full­trúa Mat­væla­stofnunar (MAST) í síðustu viku með hús­leitar­heimild. Mark­miðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi

Magnús Davíð Norð­dahl, lög­fræðingur og odd­viti Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi í síðustu al­þingis­kosningum, er hættur að hugsa um kosninga­málið í bili og farinn að snúa sér aftur að lög­fræði­störfum. Þar á meðal máli sem kom ný­lega inn á borð lög­fræði­stofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um.

Innlent
Fréttamynd

Of seint fyrir Gústa að að­lagast náttúrunni og sam­búðin versni þegar hann þroskast

„Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að taka refinn og koma honum í Hús­dýra­garðinn

Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni.

Innlent